Skagamönnum gefinn gálgafrestur Svavar Hávarðsson og Sveinn Arnarsson skrifa 30. mars 2017 06:00 Viljayfirlýsing Akranesbæjar til samstarfs um metnaðarfulla uppbyggingu hafnarmannvirkja til að greiða fyrir áframhaldandi fiskvinnslu HB Granda á Akranesi dugði til að sannfæra stjórnendur fyrirtækisins um að láta tímabundið af áformum sínum um að hætta bolfiskvinnslu í bænum. Gengið verður til viðræðna en skili þær ekki tilætluðum árangri verður vinnslu hætt 1. september næstkomandi. Verði vinnslan aflögð er beint tap bæjarsjóðs Akraness um 100 milljónir króna á ári, hið minnsta, þegar aðeins er tekið tillit til tapaðra útsvarstekna. Stjórn HB Granda hittist á fundi í gærmorgun. Strax að honum loknum var haldið upp á Akranes þar sem fundað var með bæjaryfirvöldum og starfsmönnum fyrirtækisins. Þar var niðurstaðan kynnt. Í tilkynningu segir: „Á fundi trúnaðarmanna HB Granda og forsvarsmanna HB Granda á Akranesi 29. mars 2017, um áform félagsins að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi kom fram fullur vilji hjá forsvarsmönnum HB Granda um að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness í samræmi við viljayfirlýsingu hennar frá 28. mars 2017. Reynt verður að ljúka þessum viðræðum sem fyrst. Náist ekki jákvæð niðurstaða þá verður að óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda hætt þann 1. september 2017. Viljayfirlýsing bæjarstjórnar gengur út á gerð landfyllingar og nauðsynlegar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma til framkvæmda áformum HB Granda frá 2007 og 2014 um uppbyggingu á Akranesi.“Vilhjálmur BirgissonVilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir um varnarsigur að ræða. „Núna er ekkert annað hjá okkur en að krossa fingur og vona að þær uppfylli þær óskir sem fyrirtækið er að leitast eftir. Ef það hins vegar ekki tekst þá liggur fyrir að það kemur til lokunar í haust. Ég fór yfir það með starfsmönnum að þetta væri á vissan hátt jákvætt, þetta væri varnarsigur. Ég vildi samt sem áður ekki vekja of miklar væntingar. En ég hef fulla trú á að Akranesbær fari í þetta verkefni af alefli, ásamt Faxaflóahöfnum, og farsæl niðurstaða náist,“ segir Vilhjálmur. Spurður um hug Faxaflóahafna til málsins segist Vilhjálmur minna á það að þegar Akraneshöfn sameinaðist Faxaflóahöfnum á sínum tíma, „þá var þar skuldbinding um að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn. Sameiningin var á þeim forsendum og ég trúi því að Faxaflóahafnir vilji standa við þær skuldbindingar sem þær öxluðu á sínum tíma,“ segir Vilhjálmur. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir hugmyndirnar hafa verið kynntar í stjórn Faxaflóahafna áður. „Mér var falið á sínum tíma að ræða við HB Granda um samkomulag þar sem fyrirtækið kæmi að málinu. Það hefur ekki orðið af því. Það hefur ekkert staðið á viðræðum við okkur í sjálfu sér ef vilji er til þess að fara í þessar aðgerðir,“ segir Gísli. Spurður um þann möguleika að uppbygging á Akranesi geti þýtt að vinnslu verði hætt í Reykjavík, í því ljósi að Faxaflóahafnir eru í eigu Reykvíkinga að stórum hluta, segir Gísli að Faxaflóahafnir hafi aldrei tekið afstöðu til þess hvar menn eigi að vera. „Hins vegar höfum við sagt að ef skynsemi er að baki framkvæmdum þá tökum við tillit til vilja fyrirtækjanna,“ segir Gísli.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Varar við því að Skagamenn fyllist bjartsýniVilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir ekkert í hendi að fyrirtækið haldi áfram landvinnslu á Akranesi þó samþykkt hafi verið að fresta lokun landvinnslu bolfisks til 1. september næstkomandi. Hann varar við því að menn fyllist bjartsýni. „Ég vara íbúa Akraness eindregið við því að byggja upp einhverja bjartsýni,“ segir Vilhjálmur. Hann telur líklegra en ekki á þessum tíma að fyrirtækið fari með bolfisksvinnsluna frá Akranesi næsta haust. „Þó við höfum samþykkt að fresta aðgerðum til 1. september þá eru hlutir þarna sem hvorki HB Grandi né Akraneskaupstaður hefur yfirráð yfir. Að málinu koma einnig Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir,“ segir Vilhjálmur.HB Grandi segir sterka krónu ástæðu þess að vinnsla á Akranesi sé óarðbær eining og hagræðing yrði af því að flytja alla vinnslu til Reykjavíkur. Ljóst er að gengi krónunnar mun ekki lagast við að hafnaraðstaða batni á Akranesi. Þegar Vilhjálmur var spurður að því hvort áframhaldandi vera HB Granda á Akranesi þýddi lokun í Reykjavík gat hann ekki svarað því á þessum tímapunkti. „Við erum bara að skoða það núna hvort hægt sé að nota höfnina á Akranesi meira og vinna stærri hluta af aflanum þar.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir tímann fram undan nýttan í samningaviðræður. „Við erum mjög þakklátir HB Granda fyrir að fresta aðgerðum til 1. september. Það er ánægjulegt að við getum nú sest niður og náð sameiginlegri niðurstöðu og tryggt áframhaldandi sterka útgerð á Akranesi,“ segir Sævar Freyr. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Viljayfirlýsing Akranesbæjar til samstarfs um metnaðarfulla uppbyggingu hafnarmannvirkja til að greiða fyrir áframhaldandi fiskvinnslu HB Granda á Akranesi dugði til að sannfæra stjórnendur fyrirtækisins um að láta tímabundið af áformum sínum um að hætta bolfiskvinnslu í bænum. Gengið verður til viðræðna en skili þær ekki tilætluðum árangri verður vinnslu hætt 1. september næstkomandi. Verði vinnslan aflögð er beint tap bæjarsjóðs Akraness um 100 milljónir króna á ári, hið minnsta, þegar aðeins er tekið tillit til tapaðra útsvarstekna. Stjórn HB Granda hittist á fundi í gærmorgun. Strax að honum loknum var haldið upp á Akranes þar sem fundað var með bæjaryfirvöldum og starfsmönnum fyrirtækisins. Þar var niðurstaðan kynnt. Í tilkynningu segir: „Á fundi trúnaðarmanna HB Granda og forsvarsmanna HB Granda á Akranesi 29. mars 2017, um áform félagsins að loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi kom fram fullur vilji hjá forsvarsmönnum HB Granda um að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness í samræmi við viljayfirlýsingu hennar frá 28. mars 2017. Reynt verður að ljúka þessum viðræðum sem fyrst. Náist ekki jákvæð niðurstaða þá verður að óbreyttu botnfiskvinnslu HB Granda hætt þann 1. september 2017. Viljayfirlýsing bæjarstjórnar gengur út á gerð landfyllingar og nauðsynlegar endurbætur á hafnaraðstöðu við Akraneshöfn til að unnt sé að koma til framkvæmda áformum HB Granda frá 2007 og 2014 um uppbyggingu á Akranesi.“Vilhjálmur BirgissonVilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir um varnarsigur að ræða. „Núna er ekkert annað hjá okkur en að krossa fingur og vona að þær uppfylli þær óskir sem fyrirtækið er að leitast eftir. Ef það hins vegar ekki tekst þá liggur fyrir að það kemur til lokunar í haust. Ég fór yfir það með starfsmönnum að þetta væri á vissan hátt jákvætt, þetta væri varnarsigur. Ég vildi samt sem áður ekki vekja of miklar væntingar. En ég hef fulla trú á að Akranesbær fari í þetta verkefni af alefli, ásamt Faxaflóahöfnum, og farsæl niðurstaða náist,“ segir Vilhjálmur. Spurður um hug Faxaflóahafna til málsins segist Vilhjálmur minna á það að þegar Akraneshöfn sameinaðist Faxaflóahöfnum á sínum tíma, „þá var þar skuldbinding um að efla Akraneshöfn sem fiskihöfn. Sameiningin var á þeim forsendum og ég trúi því að Faxaflóahafnir vilji standa við þær skuldbindingar sem þær öxluðu á sínum tíma,“ segir Vilhjálmur. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir hugmyndirnar hafa verið kynntar í stjórn Faxaflóahafna áður. „Mér var falið á sínum tíma að ræða við HB Granda um samkomulag þar sem fyrirtækið kæmi að málinu. Það hefur ekki orðið af því. Það hefur ekkert staðið á viðræðum við okkur í sjálfu sér ef vilji er til þess að fara í þessar aðgerðir,“ segir Gísli. Spurður um þann möguleika að uppbygging á Akranesi geti þýtt að vinnslu verði hætt í Reykjavík, í því ljósi að Faxaflóahafnir eru í eigu Reykvíkinga að stórum hluta, segir Gísli að Faxaflóahafnir hafi aldrei tekið afstöðu til þess hvar menn eigi að vera. „Hins vegar höfum við sagt að ef skynsemi er að baki framkvæmdum þá tökum við tillit til vilja fyrirtækjanna,“ segir Gísli.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Varar við því að Skagamenn fyllist bjartsýniVilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir ekkert í hendi að fyrirtækið haldi áfram landvinnslu á Akranesi þó samþykkt hafi verið að fresta lokun landvinnslu bolfisks til 1. september næstkomandi. Hann varar við því að menn fyllist bjartsýni. „Ég vara íbúa Akraness eindregið við því að byggja upp einhverja bjartsýni,“ segir Vilhjálmur. Hann telur líklegra en ekki á þessum tíma að fyrirtækið fari með bolfisksvinnsluna frá Akranesi næsta haust. „Þó við höfum samþykkt að fresta aðgerðum til 1. september þá eru hlutir þarna sem hvorki HB Grandi né Akraneskaupstaður hefur yfirráð yfir. Að málinu koma einnig Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir,“ segir Vilhjálmur.HB Grandi segir sterka krónu ástæðu þess að vinnsla á Akranesi sé óarðbær eining og hagræðing yrði af því að flytja alla vinnslu til Reykjavíkur. Ljóst er að gengi krónunnar mun ekki lagast við að hafnaraðstaða batni á Akranesi. Þegar Vilhjálmur var spurður að því hvort áframhaldandi vera HB Granda á Akranesi þýddi lokun í Reykjavík gat hann ekki svarað því á þessum tímapunkti. „Við erum bara að skoða það núna hvort hægt sé að nota höfnina á Akranesi meira og vinna stærri hluta af aflanum þar.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir tímann fram undan nýttan í samningaviðræður. „Við erum mjög þakklátir HB Granda fyrir að fresta aðgerðum til 1. september. Það er ánægjulegt að við getum nú sest niður og náð sameiginlegri niðurstöðu og tryggt áframhaldandi sterka útgerð á Akranesi,“ segir Sævar Freyr. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira