Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Torrey Pines Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:30 Tiger lék á pari í gær en er dottinn úr leik. vísir/getty Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00. Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00.
Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30