Fjórir leikir fara fram í 17. umferð Domino´s deildar karla í kvöld og þar á meðal er leikur ÍR og Hauka í Hertz hellinum í Seljaskóla.
Haukar eru tveimur stigum á eftir ÍR en bæði lið teljast vera samtímis í fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Það er því mikið undir í þessum leik liðanna í kvöld.
Haukar hafa ekki unnið útileik síðan að þeir heimsóttu Snæfelli í Stykkishólm 1. desember síðastliðinn eða fyrir 77 dögum síðan.Frá þeim tíma hefur Haukaliðið tapað fjórum útileikjum á móti KR, Þór Þorl., Skallagrím og Tindastól. Í viðbæt bætist síðan tapleikur á móti 1. deildarliði Vals í Maltbikarnum.
ÍR-ingar hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu í Seljaskólanum en Breiðholtsliðið hefur unnið fjóra heimaleiki í röð eða alla heimaleiki sína á fyrrnefndum 77 dögum.
ÍR hefur unnið í þessum fjórum leikjum lið Þór Þorl, lið Njarðvíkur, lið Stjörnunnar og lið Skallagríms en þrjú þeirra eru ofar í töflunni.
Það er annars athyglisvert að skoða útileiki Haukaliðsins í vetur því liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum en þrír af tapleikjunum hafa komið í framlengingu og liðið hefur ekki tapað með meira en tíu stigum á útivelli í allan vetur. Vissulega sjö töp en fjögur þeirra með fimm stigum eða minna.
Hlutirnir hafa svo sannarlega ekki fallið með Haukaliðinu í útileikjunum í vetur og nú er spurning hvort að það fari að breytast á endasprettinum.
Þrátt fyrir að vera aðeins með þrettán prósent sigurhlutfall á útivelli í vetur þá hafa ennfremur aðeins þrjú af liðum deildarinnar (Þór Ak., Stjarnan og KR) skorað fleiri stig í leik á útivelli. Haukar eru með 87,6 stig að meðaltali í útileikjum sínum.
Það fylgir reyndar sögunni að aðeins botnlið Snæfells (104,1) hefur fengið fleiri stig á sig í útileikjunum því Haukar hafa fengið á sig 90,8 stig.
Útileikir Haukaliðsins í Domino´s deildinni í vetur:
26. janúar í Vesturbæ - 8 stiga tap fyrir KR (69-77)
20. janúar í Þorlákshöfn - 10 stiga tap fyrir Þór (84-94)
5. janúar í Borgarnesi - 2 stiga tap fyrir Skallagrím (102-104, framlenging)
15. desember á Sauðárkróki - 5 stiga tap fyrir Tindastól (82-87)
1. desember í Stykkishólmi - 17 stiga sigur á Snæfelli (78-95)
16. nóvember í Njarðvík - 10 stiga tap fyrir Njarðvík (88-98)
4. nóvember á Akureyri - 3 stiga tap fyrir Þór (93-96, framlenging)
13. október í Grindavík - 4 stiga tap fyrir Grindavík (88-92, framlenging)
Haukar geta gert það í kvöld sem þeim hefur ekki tekist í 77 daga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn