Ósvífnar álögur á börn Anna María Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2017 15:38 Kostnaður vegna námsgagna framhaldsskólanemenda er verulegur. Þrátt fyrir ákvæði í framhaldsskólalögum um að mæta skuli kostnaði nemenda vegna námsgagna þurfa þeir að kaupa sín námsgögn sjálfir, hvort sem það eru kennslubækur, aðgangur að vefsvæðum, kostnaður vegna verklegra áfanga, stílabækur, tölvur eða annað. Framhaldsskólinn sækir fjármuni vegna alls þessa í vasa nemenda. Ríkið hefur aldrei komið að námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið heldur er hún alfarið í höndum einkaaðila. Sem dæmi um kostnað má nefna ungan námsmann sem var að hefja nám í framhaldsskóla nú í haust. Námsgögn voru keypt samkvæmt bókalista. Gætt var fyllstu aðgætni við bókakaupin og keyptar notaðar bækur ef þær litu vel út. Þær orðabækur sem voru á bókalistanum voru til á heimilinu svo ekki þurfti að kaupa þær. Heildarkostnaður vegna námgagnakaupa þessa nemenda í upphafi náms við framhaldsskóla var 82.889 krónur. Þess ber að geta að dýrustu bækurnar tvær munu fylgja nemandanum í gegnum allt námið, svo væntanlega verður kostnaður eitthvað minni á næstu önn. Það er ótækt í íslensku velferðarsamfélagi að leggja slíkar álögur á börn. Því miður ganga þeir sem selja námsgögn fyrir framhaldsskóla á lagið og námsbækur eru miklu dýrari en aðrar bækur. Má sjá mörg dæmi um það, ef t.d. íslensk skáldsaga lendir á leslista framhaldsskóla hækkar verðið snarlega. Og verðlagning er í mörgum tilfellum ekkert annað en ósvífin. Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Þetta hefur í för með sér að nemendur leita eftir því að kaupa notaðar bækur og sitja uppi með þvældar og skítugar bækur sem búið er að fylla inn í og geta með engu móti talist boðleg námsgögn. Því má svo bæta við að í verðkönnun sem ASÍ gerði á námsbókum fyrir framhaldsskóla var verðmunurinn allt upp í 85% milli bókabúða og var þar þó eingöngu miðað við nýjar bækur.Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Hluti af námsgagnavanda framhaldsskólanna liggur í löggjöfinni sjálfri um skólastigið og í námskránni frá árinu 2011 þegar námsskrárgerðin færðist út til skólanna sjálfra. Hæfniviðmiðin sem skipulagt er eftir eru mjög víð og því misjafnt hvernig námið er skipulagt í skólunum. Með námskránni 2011 heyrði það sögunni til að útgefendur gætu gefið út námsbækur og verið nokkuð vissir um að þær yrðu kenndar við meginþorra framhaldsskóla. Kennarar hafa nú meira frelsi en áður til að setja saman áfanga og velja námsefni í takt við áherslur sínar og það er auðvitað gott en til þess þurfa kennarar að hafa eitthvað námsefni til að velja úr. Í aðdraganda þess að framhaldsskólalögin voru sett árið 2008 var rætt um að bragarbót þyrfti að gera á aðgengi nemenda að námsefni og inn í lögin var sett grein nr. 51 sem kveður á um að á hverjum fjárlögum skuli tilgreind fjárhæð sem nemendur eiga að fá vegna námsgagna. Þrátt fyrir að ákvæðið hafi ratað í lög hafa aldrei verið settar verklagsreglur um það eða tilgreindar neinar fjárhæðir í fjárlögum. Af þessu má sjá að stjórnvöld hafa ekki brugðist við vandanum. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, er ákvæði þess efnis að öllum börnum skuli standa til boða frí skólaganga. Á Íslandi er þetta ákvæði þverbrotið og ekkert hefur verið brugðist við þó 20 ár séu nú síðan sjálfræðisaldur íslenskra barna varð 18 ár. Viljugir kennarar, tilneyddir af skorti á aðgengilegu námsefni, neyðast því til að taka upp erlendar kennslubækur eða búa sjálfir til námsefni. Ef íslenskir framhaldsskólakennarar þyrftu ekki að eyða svo miklu af tíma sínum til námsefnisgerðar, með tilheyrandi vinnuálagi, gæfist aukið svigrúm til skólaþróunar í skólunum sjálfum. En hvað er til ráða? Námsbókaútgáfa fyrir framhaldsskólastigið þyrfti að vera líkari því sem hún er í grunnskóla og námsefni ætti að vera nemendum að kostnaðarlausu. Ég vildi sjá miklu betri greiningu á hvaða námsefni vantar og meiri gæði. Fjármunir Þróunarsjóðs námsgagna þyrftu að fara fyrst og fremst til þróunar á námsefni og ætti alls ekki að nýta til að kosta bókaútgáfu. Vefsvæði námsgagna fyrir framhaldsskólastigið hjá Menntamálastofnun þyrfti að þróast meira og það rafræna námsefni sem Þróunarsjóðurinn styrkir ætti einnig að fá heimili þar. Menntamálastofnun og Þróunarsjóður námsgagna ættu að líta til nágrannalandanna og byggja íslenska námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið upp á myndarlegan hátt og búa nemendur vel undir framtíðina. Íslensk menntamálayfirvöld ættu að geta gert svo miklu miklu betur fyrir næstu kynslóð nýtra þjóðfélagsþegna, byggt frumlega upp, nýtt og bætt þá innviði sem fyrir eru.Höfundur er framhaldsskólakennari og sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Kostnaður vegna námsgagna framhaldsskólanemenda er verulegur. Þrátt fyrir ákvæði í framhaldsskólalögum um að mæta skuli kostnaði nemenda vegna námsgagna þurfa þeir að kaupa sín námsgögn sjálfir, hvort sem það eru kennslubækur, aðgangur að vefsvæðum, kostnaður vegna verklegra áfanga, stílabækur, tölvur eða annað. Framhaldsskólinn sækir fjármuni vegna alls þessa í vasa nemenda. Ríkið hefur aldrei komið að námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið heldur er hún alfarið í höndum einkaaðila. Sem dæmi um kostnað má nefna ungan námsmann sem var að hefja nám í framhaldsskóla nú í haust. Námsgögn voru keypt samkvæmt bókalista. Gætt var fyllstu aðgætni við bókakaupin og keyptar notaðar bækur ef þær litu vel út. Þær orðabækur sem voru á bókalistanum voru til á heimilinu svo ekki þurfti að kaupa þær. Heildarkostnaður vegna námgagnakaupa þessa nemenda í upphafi náms við framhaldsskóla var 82.889 krónur. Þess ber að geta að dýrustu bækurnar tvær munu fylgja nemandanum í gegnum allt námið, svo væntanlega verður kostnaður eitthvað minni á næstu önn. Það er ótækt í íslensku velferðarsamfélagi að leggja slíkar álögur á börn. Því miður ganga þeir sem selja námsgögn fyrir framhaldsskóla á lagið og námsbækur eru miklu dýrari en aðrar bækur. Má sjá mörg dæmi um það, ef t.d. íslensk skáldsaga lendir á leslista framhaldsskóla hækkar verðið snarlega. Og verðlagning er í mörgum tilfellum ekkert annað en ósvífin. Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Þetta hefur í för með sér að nemendur leita eftir því að kaupa notaðar bækur og sitja uppi með þvældar og skítugar bækur sem búið er að fylla inn í og geta með engu móti talist boðleg námsgögn. Því má svo bæta við að í verðkönnun sem ASÍ gerði á námsbókum fyrir framhaldsskóla var verðmunurinn allt upp í 85% milli bókabúða og var þar þó eingöngu miðað við nýjar bækur.Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Hluti af námsgagnavanda framhaldsskólanna liggur í löggjöfinni sjálfri um skólastigið og í námskránni frá árinu 2011 þegar námsskrárgerðin færðist út til skólanna sjálfra. Hæfniviðmiðin sem skipulagt er eftir eru mjög víð og því misjafnt hvernig námið er skipulagt í skólunum. Með námskránni 2011 heyrði það sögunni til að útgefendur gætu gefið út námsbækur og verið nokkuð vissir um að þær yrðu kenndar við meginþorra framhaldsskóla. Kennarar hafa nú meira frelsi en áður til að setja saman áfanga og velja námsefni í takt við áherslur sínar og það er auðvitað gott en til þess þurfa kennarar að hafa eitthvað námsefni til að velja úr. Í aðdraganda þess að framhaldsskólalögin voru sett árið 2008 var rætt um að bragarbót þyrfti að gera á aðgengi nemenda að námsefni og inn í lögin var sett grein nr. 51 sem kveður á um að á hverjum fjárlögum skuli tilgreind fjárhæð sem nemendur eiga að fá vegna námsgagna. Þrátt fyrir að ákvæðið hafi ratað í lög hafa aldrei verið settar verklagsreglur um það eða tilgreindar neinar fjárhæðir í fjárlögum. Af þessu má sjá að stjórnvöld hafa ekki brugðist við vandanum. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, er ákvæði þess efnis að öllum börnum skuli standa til boða frí skólaganga. Á Íslandi er þetta ákvæði þverbrotið og ekkert hefur verið brugðist við þó 20 ár séu nú síðan sjálfræðisaldur íslenskra barna varð 18 ár. Viljugir kennarar, tilneyddir af skorti á aðgengilegu námsefni, neyðast því til að taka upp erlendar kennslubækur eða búa sjálfir til námsefni. Ef íslenskir framhaldsskólakennarar þyrftu ekki að eyða svo miklu af tíma sínum til námsefnisgerðar, með tilheyrandi vinnuálagi, gæfist aukið svigrúm til skólaþróunar í skólunum sjálfum. En hvað er til ráða? Námsbókaútgáfa fyrir framhaldsskólastigið þyrfti að vera líkari því sem hún er í grunnskóla og námsefni ætti að vera nemendum að kostnaðarlausu. Ég vildi sjá miklu betri greiningu á hvaða námsefni vantar og meiri gæði. Fjármunir Þróunarsjóðs námsgagna þyrftu að fara fyrst og fremst til þróunar á námsefni og ætti alls ekki að nýta til að kosta bókaútgáfu. Vefsvæði námsgagna fyrir framhaldsskólastigið hjá Menntamálastofnun þyrfti að þróast meira og það rafræna námsefni sem Þróunarsjóðurinn styrkir ætti einnig að fá heimili þar. Menntamálastofnun og Þróunarsjóður námsgagna ættu að líta til nágrannalandanna og byggja íslenska námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið upp á myndarlegan hátt og búa nemendur vel undir framtíðina. Íslensk menntamálayfirvöld ættu að geta gert svo miklu miklu betur fyrir næstu kynslóð nýtra þjóðfélagsþegna, byggt frumlega upp, nýtt og bætt þá innviði sem fyrir eru.Höfundur er framhaldsskólakennari og sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar