Eiga nú 95 prósent hlut í Domino's á Íslandi Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 12:18 Bretar eiga nú 95,3 prósent hlut í Domino's á Íslandi. Vísir/Eyþór Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group), sem er stærsta pizzukeðja Bretlands, hefur keypt 44,3 prósent hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino's á Íslandi og á nú 95,3 prósent í fyrirtækinu. Breska fyrirtækið, sem skráð er í bresku kauphöllina, sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. Segir í tilkynningunni að viðskiptin muni ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur og að reksturinn verði áfram í höndum núverandi stjórnenda. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51 prósent í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun og segir David Wild, forstjóri Domino's Pizza Group, í tilkynningu til bresku kauphallarinnar ástæðuna vera góðan árangur íslenska fyrirtækisins og tækifæri sem til staðar séu á íslenska markaðnum.Sjá einnig: Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino'sTveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7 prósent í fyrirtækinu eftir viðskiptin. Birgir Örn, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, segir þetta góðar fréttir. „[...]Það að Bretarnir skuli hafa flýtt því að nýta sér kaupréttinn er mikil viðurkenning á því starfi sem starfsfólk Domino's á Íslandi hefur unnið.“ Fyrsti Domino's pizzastaðurinn á Íslandi var opnaður árið 1993. Í dag rekur fyrirtækið 23 slíka staði á Íslandi. Um 800 starfsmenn starfa hjá Domino's hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi. Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spyr hvort breyta mætti lífeyriskerfinu til að ná niður vöxtum Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group), sem er stærsta pizzukeðja Bretlands, hefur keypt 44,3 prósent hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino's á Íslandi og á nú 95,3 prósent í fyrirtækinu. Breska fyrirtækið, sem skráð er í bresku kauphöllina, sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. Segir í tilkynningunni að viðskiptin muni ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur og að reksturinn verði áfram í höndum núverandi stjórnenda. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51 prósent í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun og segir David Wild, forstjóri Domino's Pizza Group, í tilkynningu til bresku kauphallarinnar ástæðuna vera góðan árangur íslenska fyrirtækisins og tækifæri sem til staðar séu á íslenska markaðnum.Sjá einnig: Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino'sTveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7 prósent í fyrirtækinu eftir viðskiptin. Birgir Örn, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, segir þetta góðar fréttir. „[...]Það að Bretarnir skuli hafa flýtt því að nýta sér kaupréttinn er mikil viðurkenning á því starfi sem starfsfólk Domino's á Íslandi hefur unnið.“ Fyrsti Domino's pizzastaðurinn á Íslandi var opnaður árið 1993. Í dag rekur fyrirtækið 23 slíka staði á Íslandi. Um 800 starfsmenn starfa hjá Domino's hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi.
Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spyr hvort breyta mætti lífeyriskerfinu til að ná niður vöxtum Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00