Golden State þurfti framlengingu til að vinna Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2017 07:30 Kevin Durant í leiknum í nótt. Vísir/Getty Kevin Durant var hetja Golden State Warriors er liðið hafði betur gegn LA Lakers á útivelli, 116-114, í framlengdum leik. Durant skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Þar með tókst Golden State að spilla gleðinni á sögulegu kvöldi í Los Angeles þar sem að heimamenn heiðruðu Kobe Bryant með því að hengja treyjur hans, númer 24 og 8, upp í rjáfur hallarinnar. Þetta var níundi sigur Golden State í röð en stigahæstur hjá liðinu var Klay Thompson með 17 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. Thompson og Durant voru ískaldir framan af í leiknum og klikkuðu á 31 af fyrstu 40 skotum sínum í leiknum samanlagt. Þeir létu hins vegar ekki segjast og Durant nýtti öll fjögur skotin sín í framlengningu leiksins. Lonzo Ball fékk tækifæri til að skora í lokin en David West varði skot hans. Ball var með sextán stig, sex stoðsendingar og sex fráköst. Stephen Curry spilaði ekki með Warriors í nótt vegna ökklameiðsla, né heldur Draymond Green sem er að glíma við meiðsli í öxl. Boston vann Indiana, 112-111, þar sem Terry Rozier tryggði gestunum sigurinn þegar hann náði að stela boltanum og troða honum svo þegar 1,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston sem var fimm stigum undir þegar 31 sekúnda var eftir af leiknum. Irving setti niður tvö þriggja stiga skot á ótrúlegum lokakafla leiksins. Oklahoma City vann Denver, 95-94. Russell Westbrook skoraði 38 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og sigurkörfuna af vítalínunni þegar 2,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Úrslit næturinnar: New Orleans - New York 109-91 Indiana - Boston 111-112 Atlanta - Miamia 110-104 Chicago - Philadelphia 117-115 Houston - Utah 120-99 Minnesota - Portland 108-107 Oklahoma City - Denver 95-94 Dallas - Phoenix 91-97 San Antonio - LA Clipperes 109-91 LA Lakers - Golden State 114-116 NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Kevin Durant var hetja Golden State Warriors er liðið hafði betur gegn LA Lakers á útivelli, 116-114, í framlengdum leik. Durant skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Þar með tókst Golden State að spilla gleðinni á sögulegu kvöldi í Los Angeles þar sem að heimamenn heiðruðu Kobe Bryant með því að hengja treyjur hans, númer 24 og 8, upp í rjáfur hallarinnar. Þetta var níundi sigur Golden State í röð en stigahæstur hjá liðinu var Klay Thompson með 17 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. Thompson og Durant voru ískaldir framan af í leiknum og klikkuðu á 31 af fyrstu 40 skotum sínum í leiknum samanlagt. Þeir létu hins vegar ekki segjast og Durant nýtti öll fjögur skotin sín í framlengningu leiksins. Lonzo Ball fékk tækifæri til að skora í lokin en David West varði skot hans. Ball var með sextán stig, sex stoðsendingar og sex fráköst. Stephen Curry spilaði ekki með Warriors í nótt vegna ökklameiðsla, né heldur Draymond Green sem er að glíma við meiðsli í öxl. Boston vann Indiana, 112-111, þar sem Terry Rozier tryggði gestunum sigurinn þegar hann náði að stela boltanum og troða honum svo þegar 1,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston sem var fimm stigum undir þegar 31 sekúnda var eftir af leiknum. Irving setti niður tvö þriggja stiga skot á ótrúlegum lokakafla leiksins. Oklahoma City vann Denver, 95-94. Russell Westbrook skoraði 38 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta og sigurkörfuna af vítalínunni þegar 2,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Úrslit næturinnar: New Orleans - New York 109-91 Indiana - Boston 111-112 Atlanta - Miamia 110-104 Chicago - Philadelphia 117-115 Houston - Utah 120-99 Minnesota - Portland 108-107 Oklahoma City - Denver 95-94 Dallas - Phoenix 91-97 San Antonio - LA Clipperes 109-91 LA Lakers - Golden State 114-116
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira