Mikið framboð af dýrum lúxusíbúðum Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. nóvember 2017 20:00 Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. Fasteignasali segir að enn gangi þó vel að selja á nýjum byggingarreitum. Talsvert hefur nú verið auglýst til sölu í nýbyggingum sem rísa á ýmsum reitum höfuðborgarsvæðisins eftir mikla eftirspurn síðustu missera. Þrátt fyrir aukningu á markaði virðist lítið jafnvægi þó vera í verðlagningu, en við Álalind í nýrri Glaðheimabyggð eru ódýrustu eignirnar um 76 fermetrar og kosta tæpa 41 milljón. Ástandið skánar ekki þegar farið er innar á höfuðborgarsvæðið, en í nýjum byggingum við Jaðarleiti á RÚV reitnum svokallaða má ódýrast kaupa 68 fermetra íbúð á tæplega 43 og hálfa milljón. Þegar komið er í miðborgina má m.a. líta til nýrra íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, en þar kosta 70-80 fermetra eignir frá 53 og hálfri og allt upp að 57 milljónum króna. En er virkilega kaupendahópur fyrir öllum þessu lúxusíbúðum í dýrari kantinum? „Klárlega er það það. Margir af þessum sem eru að flytja í þessar dýrari íbúðir eru að selja einbýlishús. Einbýlishúsin hafa hækkað mikið síðastliðna tólf til fimmtán mánuði. Það er náttúrulega ein skýringin á því að dýrari íbúðir eru að seljast vel,“ segir Hannes Steindórsson, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala.Tæplega verður talið að þær nýbyggingar sem nú rísa séu raunhæfur möguleiki fyrir fyrstu kaupendur. Slíkum kaupendum býðst allt að 90 prósent lán, en ætli þeir að kaupa ódýrustu eignina við Álalind þarf þó útborgun upp á 4,1 milljón króna, en tæplega 37 milljónir eru þá teknar að láni. Mun hærri fjárhæð þarf svo til að kaupa eignirnar nær miðborginni og auðvitað umtalsvert hærri ef ekki er um fyrstu kaupendur að ræða, enda lægra lánshlutfall í boði. Sjá má að talsvert mikið er greitt fyrir hvern fermetra, en fermetraverð ódýrustu eignanna sem skoðaðar voru er allt frá 530 þúsund krónum og upp í tæplega 800 þúsund. Þrátt fyrir að aðeins sé litið til þriggja byggingarreita í dæmaskyni má sjá svipaða verðlagningu í öðrum nýbyggingum á höfuðborgarvæðinu. Hannes telur hins vegar ólíklegt að nýbyggingar muni standa tómar og óseldar á komandi misserum „Eins og í Lindarhverfinu, þar eru verkefni þar sem eru kannski sex til tíu íbúðir eftir og ekki afhent fyrr en í apríl. Ég get ekki ímyndað mér að verktakinn ætlist til betri árangurs en það. Áhyggjurnar koma ekki fyrr en eignirnar eru fullbúnar og seljast ekki, þá þurfum við að hafa áhyggjur en við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Hannes. Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur. Fasteignasali segir að enn gangi þó vel að selja á nýjum byggingarreitum. Talsvert hefur nú verið auglýst til sölu í nýbyggingum sem rísa á ýmsum reitum höfuðborgarsvæðisins eftir mikla eftirspurn síðustu missera. Þrátt fyrir aukningu á markaði virðist lítið jafnvægi þó vera í verðlagningu, en við Álalind í nýrri Glaðheimabyggð eru ódýrustu eignirnar um 76 fermetrar og kosta tæpa 41 milljón. Ástandið skánar ekki þegar farið er innar á höfuðborgarsvæðið, en í nýjum byggingum við Jaðarleiti á RÚV reitnum svokallaða má ódýrast kaupa 68 fermetra íbúð á tæplega 43 og hálfa milljón. Þegar komið er í miðborgina má m.a. líta til nýrra íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, en þar kosta 70-80 fermetra eignir frá 53 og hálfri og allt upp að 57 milljónum króna. En er virkilega kaupendahópur fyrir öllum þessu lúxusíbúðum í dýrari kantinum? „Klárlega er það það. Margir af þessum sem eru að flytja í þessar dýrari íbúðir eru að selja einbýlishús. Einbýlishúsin hafa hækkað mikið síðastliðna tólf til fimmtán mánuði. Það er náttúrulega ein skýringin á því að dýrari íbúðir eru að seljast vel,“ segir Hannes Steindórsson, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala.Tæplega verður talið að þær nýbyggingar sem nú rísa séu raunhæfur möguleiki fyrir fyrstu kaupendur. Slíkum kaupendum býðst allt að 90 prósent lán, en ætli þeir að kaupa ódýrustu eignina við Álalind þarf þó útborgun upp á 4,1 milljón króna, en tæplega 37 milljónir eru þá teknar að láni. Mun hærri fjárhæð þarf svo til að kaupa eignirnar nær miðborginni og auðvitað umtalsvert hærri ef ekki er um fyrstu kaupendur að ræða, enda lægra lánshlutfall í boði. Sjá má að talsvert mikið er greitt fyrir hvern fermetra, en fermetraverð ódýrustu eignanna sem skoðaðar voru er allt frá 530 þúsund krónum og upp í tæplega 800 þúsund. Þrátt fyrir að aðeins sé litið til þriggja byggingarreita í dæmaskyni má sjá svipaða verðlagningu í öðrum nýbyggingum á höfuðborgarvæðinu. Hannes telur hins vegar ólíklegt að nýbyggingar muni standa tómar og óseldar á komandi misserum „Eins og í Lindarhverfinu, þar eru verkefni þar sem eru kannski sex til tíu íbúðir eftir og ekki afhent fyrr en í apríl. Ég get ekki ímyndað mér að verktakinn ætlist til betri árangurs en það. Áhyggjurnar koma ekki fyrr en eignirnar eru fullbúnar og seljast ekki, þá þurfum við að hafa áhyggjur en við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Hannes.
Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira