Forsvarsmenn Dunkin Donuts á Íslandi hafa ákveðið að loka stað Dunkin Donuts á Laugavegi. Tæp tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn.
Í tilkynningu kemur fram að í dag séu staðirnir fimm talsins en staðnum á Laugavegi veður lokað frá og með 1. nóvember.
Haft er eftir Sigurði Karlssyni, framkvæmdastjóra Dunkin´ Donuts á Íslandi, að ákvörðunin byggi á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór í fermetrum talið.
„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ er haft eftir Sigurði.
„Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa Dunkin og munum við sem fyrr bjóða þar uppá góða vöru á hagstæðu verði,“ segir Sigurður.
Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar

Tengdar fréttir

Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum
Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera.

Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“
Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum.

Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“
Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi.