Körfubolti

Kobe skoraði 81 stig í einum leik en ellefu árum síðar skoraði allt Lakers-liðið bara 73 stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Vísir/Getty
Los Angeles Lakers hélt um á ellefu ára afmæli 81 stigs leiks Kobe Bryant með vandræðalegum hætti í gærkvöldi.

Lakers tapaði þá með 49 stiga mun en þetta er stærsta tap liðsins frá upphafi í NBA-deildinni.

Kobe Bryant setti félagsmet hjá Los Angeles Lakers þegar hann skoraði 81 stig í 122-104 sigri á Toronto Raptors 22. janúar 2006.

Það hefur aðeins einn leikmaður skorað fleiri stig í einum leik í NBA-deildinni en Wilt Chamberlain skoraði 100 stig í leik í marsmánuði 1962.

Í gær voru ellefu ár liðin frá afreki Kobe og gamla liðið hans mætti til Dallas þar sem Los Angeles Lakers spilaði við heimamenn í Dallas Mavericks.

Niðurstaðan var 49 stiga tap þar sem allt Lakers-liðið náði aðeins að skora samtals 73 stig í leiknum.

Fólkið á ESPN Stats & Info var líka fljótt að taka til samanburð á tölum Kobe í umræddum leik frá 2006 og tölum allra leikmanna Lakers í leiknum í nótt. Það má sjá þennan samanburð hér fyrir neðan.

Stuðningsmenn Los Angeles Lakers sakna Kobe örugglega ekkert minna eftir þessa vandræðalegu afmælishátíð leikmanna Lakers-liðsins í nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×