Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson skrifar 21. desember 2017 07:00 Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna? Bjössi í World Class réðst í dýrar endurbætur á líkamsræktarstöð sinni í Laugum en sendi svo reikninginn á alla Reykvíkinga hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Bjössi hafði búið svo um hnútana að enginn hægðarleikur var að komast hjá greiðslum. Borgarbúar mótmæltu hástöfum. Bjössi reyndi að róa mannskapinn með innblásinni ræðu um að líkamsrækt hefði mikið forvarnargildi og létti þannig á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi vitnaði meira að segja í rannsóknir lýðheilsufræðinga sem sýndu að stundi menn líkamsrækt, bæti það heilsuna svo um munar og lífslíkur aukast. En borgarbúar létu ekki segjast og þar kom að Bjössi afturkallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit sjónarmið Bjössa um samfélagsleg gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir líkamsrækt sem það stundar ekki sjálft. Dagur Eggerts réðst í dýrar endurbætur á Sundhöllinni en sendi svo reikninginn á alla borgarbúa hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Engin leið var að komast hjá greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum enda flestir með djúpan skilning á hinu mikla forvarnargildi sem sund hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa jú margsinnis ályktað um heilsusamlegt gildi sundiðkunar. Því var endurbótum á Sundhöllinni rækilega fagnað um alla borg með tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og dirfðist einhver að mótmæla fékk sá hinn sami að heyra að enginn neyddi hann til að fara í sund; hann gæti bara farið í World Class! Þess ber svo að geta að Bjössi og Dagur reka fleiri líkamsræktar-og sundstaði en World Class í Laugum og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun reka þeir álíka marga staði þvers og kruss um borgina. Þó er einn munur á. Bjössi rukkar bara þá sem sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur Eggerts rukkar hins vegar alla óháð vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt viðskiptasiðferðið hjá þeim félögum, Bjössa og Degi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvor sagan er trúverðugri, sú sanna eða ósanna? Bjössi í World Class réðst í dýrar endurbætur á líkamsræktarstöð sinni í Laugum en sendi svo reikninginn á alla Reykvíkinga hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Bjössi hafði búið svo um hnútana að enginn hægðarleikur var að komast hjá greiðslum. Borgarbúar mótmæltu hástöfum. Bjössi reyndi að róa mannskapinn með innblásinni ræðu um að líkamsrækt hefði mikið forvarnargildi og létti þannig á heilbrigðiskerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Bjössi vitnaði meira að segja í rannsóknir lýðheilsufræðinga sem sýndu að stundi menn líkamsrækt, bæti það heilsuna svo um munar og lífslíkur aukast. En borgarbúar létu ekki segjast og þar kom að Bjössi afturkallaði rukkunina. Þrátt fyrir háleit sjónarmið Bjössa um samfélagsleg gildi dugði það ekki til. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir líkamsrækt sem það stundar ekki sjálft. Dagur Eggerts réðst í dýrar endurbætur á Sundhöllinni en sendi svo reikninginn á alla borgarbúa hvort sem þeir voru kúnnar eða ekki. Engin leið var að komast hjá greiðslum. Lítið fór fyrir mótbárum enda flestir með djúpan skilning á hinu mikla forvarnargildi sem sund hefur. Lýðheilsufræðingarnir hafa jú margsinnis ályktað um heilsusamlegt gildi sundiðkunar. Því var endurbótum á Sundhöllinni rækilega fagnað um alla borg með tilheyrandi lofsöng fjölmiðla. Og dirfðist einhver að mótmæla fékk sá hinn sami að heyra að enginn neyddi hann til að fara í sund; hann gæti bara farið í World Class! Þess ber svo að geta að Bjössi og Dagur reka fleiri líkamsræktar-og sundstaði en World Class í Laugum og Sundhöll Reykjavíkur. Í raun reka þeir álíka marga staði þvers og kruss um borgina. Þó er einn munur á. Bjössi rukkar bara þá sem sjálfviljugir kaupa aðgang; Dagur Eggerts rukkar hins vegar alla óháð vilja eða áhuga. Já, það er ólíkt viðskiptasiðferðið hjá þeim félögum, Bjössa og Degi. Höfundur er kennari.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun