Spá 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða á næsta ári Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 14:32 Útflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum. vísir/stefán Gangi spá fyrir árið 2017 eftir munu útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 210-220 milljörðum króna, en það samsvarar ríflega 7 prósent samdrætti milli ára. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Á komandi ári er gert ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Þar kemur fram að Ísland sitji í nítjánda sæti á heimsvísu yfir fiskveiðiþjóðir með um 1,2 prósent hlutdeild. Ísland hefur færst niður um nokkur sæti á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa annarra þjóða í greininni. Heildarafli fyrstu níu mánaða ársins nemur 915 þúsund tonnum sem er um 64 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta skýrist einkum vegna aukinna loðnuveiða.Útflutningsverðmæti 20 prósent af vöru- og þjónustuútflutningiÚtflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum króna sem er tæpum 37 milljörðum, eða 14 prósent minna en árið á undan. Þessi útflutningsverðmæti nema 20 prósent af gjaldeyristekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi. Þorskur var verðmætasta útflutningstegund ársins 2016 og námu útflutningsverðmæti hans 100 milljörðum króna, um 43 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða. Tekjur sjávarútvegsfélaga hér á landi árið 2016 námu 249 milljörðum og lækkuðu því um 31 milljarð á föstu verðlagi, eða um 11 prósent. EBITDA var 56 milljarðar á sama tíma og hefur framlegð þess lækkað um 4 prósentur, úr 26 í 22 prósent. Skuldastaða sjávarútvegsfélaganna hefur ekki verið lægri frá árinu 2008, en skuldir þeirra námu um 319 milljörðum.Gengi krónunnar styrkistFrá sumarbyrjun hefur gengi krónu lækkað um nærri 12 prósent miðað við viðskiptavegna körfu gjaldmiðla. Veikingin kemur í kjölfar 35 prósent styrkingar frá miðju ári 2015 til maíloka 2017. Það er spá Íslandsbanka að gengi krónu verði á svipuðum slóðum á komandi fjórðungum og það hefur að jafnaði verið það sem af er á þessu ári. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Gangi spá fyrir árið 2017 eftir munu útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 210-220 milljörðum króna, en það samsvarar ríflega 7 prósent samdrætti milli ára. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Á komandi ári er gert ráð fyrir ríflega 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Þar kemur fram að Ísland sitji í nítjánda sæti á heimsvísu yfir fiskveiðiþjóðir með um 1,2 prósent hlutdeild. Ísland hefur færst niður um nokkur sæti á undanförnum árum vegna aukinna umsvifa annarra þjóða í greininni. Heildarafli fyrstu níu mánaða ársins nemur 915 þúsund tonnum sem er um 64 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta skýrist einkum vegna aukinna loðnuveiða.Útflutningsverðmæti 20 prósent af vöru- og þjónustuútflutningiÚtflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum króna sem er tæpum 37 milljörðum, eða 14 prósent minna en árið á undan. Þessi útflutningsverðmæti nema 20 prósent af gjaldeyristekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi. Þorskur var verðmætasta útflutningstegund ársins 2016 og námu útflutningsverðmæti hans 100 milljörðum króna, um 43 prósent af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða. Tekjur sjávarútvegsfélaga hér á landi árið 2016 námu 249 milljörðum og lækkuðu því um 31 milljarð á föstu verðlagi, eða um 11 prósent. EBITDA var 56 milljarðar á sama tíma og hefur framlegð þess lækkað um 4 prósentur, úr 26 í 22 prósent. Skuldastaða sjávarútvegsfélaganna hefur ekki verið lægri frá árinu 2008, en skuldir þeirra námu um 319 milljörðum.Gengi krónunnar styrkistFrá sumarbyrjun hefur gengi krónu lækkað um nærri 12 prósent miðað við viðskiptavegna körfu gjaldmiðla. Veikingin kemur í kjölfar 35 prósent styrkingar frá miðju ári 2015 til maíloka 2017. Það er spá Íslandsbanka að gengi krónu verði á svipuðum slóðum á komandi fjórðungum og það hefur að jafnaði verið það sem af er á þessu ári.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira