Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Þór sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. vísir/gva Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent