Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Þór sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. vísir/gva Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Það var einfaldlega verið að meiða og niðurlægja“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Það var einfaldlega verið að meiða og niðurlægja“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent