Öfundargenið Torfi H. Tulinius skrifar 4. janúar 2017 07:00 Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Íslensk valdastétt hefur staðið af sér Panamahneykslið. Það tókst að vekja þjóðina um stund þegar ljóstrað var upp um yfir 600 íslensk nöfn í gögnunum frá Mossack Fonseca og að auðugir Íslendingar blygðuðust sín almennt ekki fyrir að skjóta fjármunum undan skatti. Æðstu ráðamenn voru, ýmist þeir sjálfir eða makar þeirra, með einum eða öðrum hætti viðriðnir aflandsfélög: forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og sjálfur forsetinn. Allt kom fyrir ekki, því þótt pólitísku lífi forsætisráðherra fyrrverandi virðist að mestu lokið og ferli fráfarandi forseta lauk á þessari nótu, mun fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, líklega bráðum stýra landinu, studdur af náfrænda sínum úr sömu valdastétt. Aflandsfélög eru skaðleg. Miklum verðmætum sem verða til af striti fjöldans og nýtingu auðlinda sem ýmist eru eða ættu að vera í eigu almennings er komið undan. Þau gagnast því ekki til að þróa samfélögin til betri vegar, hlúa að heilbrigði, menntun, velferð og gera einstaklingum kleift að eflast og þroskast. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn án þeirra flokka þar sem báðir formennirnir voru nefndir í Panamaskjölunum. Látið er að því liggja að það sé vegna þess að VG sé klofið milli sjónarmiða landsbyggðar og höfuðborgar og að formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, skorti myndugleika til að gera þær málamiðlanir sem þurfi. Ástæða er til að efast um þessa skýringu því allt annað blasir við: auðmannastéttin er um það bil að ná aftur tökum á samfélaginu, án þess að gera upp við spillta fortíð sína og með aðstoð Bjartrar framtíðar. Viðræður um stjórn án Panamaflokkanna munu hafa strandað á að Viðreisn sætti sig ekki við hækkanir á eigna- og fjármagnssköttum. Þó lá fyrir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar til að endurreisa heilbrigðiskerfið og aðrar stoðir siðmenntaðs og framsækins samfélags. Einnig er ljóst að það nægir að taka upp skattkerfi sem líkist því norska til að endar nái saman hér. Í Noregi greiða menn 28% skatt á fjármagnstekjur og eignaskatt. Þó er hægri stjórn þar við völd. Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi. Það vekur furðu að þingmenn Bjartrar framtíðar skuli vilja stuðla að Viðreisn valdastéttar. Aðrir kostir hljóta að vera betri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun