The Computer says no! Hjálmar Árnason skrifar 21. ágúst 2017 15:02 Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar