Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun