Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Fyrri hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Splunkunýr framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva fór mikinn í Morgunblaðsgrein á dögunum og hjólaði í Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra vegna sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Eins og búast mátti við frá talsmanni sambandsins, er í greininni skautað létt fram hjá staðreyndum en um leið látið að því liggja að Björt Ólafsdóttir hafi ekki hundsvit á því sem hún er að gera og að allir sem vilji fara varlega í sakirnar séu með einum eða öðrum hætti með óhreint mjöl í pokahorninu. Ég veit að Björt er fullfær um að svara fyrir sig og þær ávirðingar sem á hana eru bornar, en það er samt full ástæða til að skoða nokkrar staðhæfingar formannsins.Er laxeldi í opnum sjókvíum umhverfisvænt? Framkvæmdastjórinn spyr hvort ráðherrann hafi kynnt sér reynslu annarra þjóða og hvort hún viti að fiskeldi sé með umhverfisvænstu leiðum sem fyrirfinnist í heiminum til að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda. Ekki ætla ég að tíunda stöðuna í Noregi eða Chile en 10 þúsund tonna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og starfrækt er í Arnarfirði og fyrirhugað er og í leyfisferli víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og í Eyjafirði skilar árlega í sjóinn 5 þúsund tonnum af saur og fóðurleifum sem samsvarar skolpfrárennsli frá 160 þúsund manna byggð. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum getur því varla kallast með umhverfisvænstu leiðum til að framleiða hollan mat. Svo er kannski ágætt að hafa í huga að til að framleiða kíló af eldislaxi þarf 1,35 kíló af fóðri, sem er að verulegu leyti unnið úr fiskimjöli og lýsi. Til að framleiða eitt kíló af fiskimjöli þarf svo 5-6 kíló af fiski; loðnu, kolmunna eða síld. Sjókvíaeldi er þess vegna matarsóun af verstu tegund og verður seint lausn fyrir hungraðan heim.Vel útbúnir til langferða Framkvæmdastjórinn spyr umhverfisráðherrann hvort hún viti að langstærsti hluti strandlengju Íslands sé lokaður fyrir fiskeldi af völdum manna og náttúru og heldur svo áfram og spyr hvort hún viti að um leyfisveitingar til starfseminnar og rekstrarins gildi ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heilbrigði og umhverfi. Fyrir það fyrsta sleppa laxar í miklu magni úr opnum sjókvíum. Enginn með lágmarksþekkingu á slíkri starfsemi mótmælir þeirri staðreynd. Í Noregi hafa rannsóknir sýnt farleiðir strokulaxa allt að 2000 kílómetra frá sleppistað að árvatni. Stórtjón á náttúru Íslands er yfirvofandi með strokulaxi norska eldislaxins og ljóst að norskir fjárfestar láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar af slíkum sleppingum. Þeir hafa nú þegar valdið óbætanlegu tjóni á stórum hluta norskra, skoskra og írskra veiðiáa svo ekki sé minnst á afleiðingar sjókvíaeldis í Chile sem ég hvet alla til að kynna sér. Það er sama hvernig talsmenn norsku fyrirtækjanna reyna að tala þennan iðnað upp, afleiðingarnar blasa við meðan púkinn á fjósbitanum fitnar á kostnað náttúrunnar og komandi kynslóða.Neyðaraðgerð með lúsaeitri Framkvæmdastjórinn hælir íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum sem hann segir að noti ekki nein lyf og klykkir síðan út með möntrunni um að sjókvíaeldisfiskur innihaldi mun minna magn mengunarefna en sá villti. Lyf er fallegt orð yfir lúsaeitur sem hefur verið notað í miklum mæli með afdrifaríkum afleiðingum. Síðustu fréttir frá frændum okkar Norðmönnum eru þær að farið sé að sprengja lúsina af laxinum með vetnisperkosid þar sem flestöll eiturefni sem notuð hafa verið á lúsina séu að verða gagnslaus vegna þess að lúsin myndar mótefni gegn þeim. Stutt er síðan MAST sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði meðal annars. „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi“ en þessari fréttatilkynningu var nokkrum dögum síðar fylgt eftir með annarri þar sem tilkynnt var um neyðaraðgerð með lúsaeitri til að vinna gegn lúsafári í Arnarfirði. Höfundur er tónlistarmaður.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun