Iðnnám ekki nám í skilningi laga Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 12:55 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að breyta þurfi viðhorfum gagnvart iðnnámi, sem ekki er skilgreint sem nám í lagalegum skilningi. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. Umræðan á sér stað í kjölfar úrskurðar Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Chuong Le Bui námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum, eins og Vísir greindi frá í gær. Sigurður segir í viðtalinu að viðhorfsbreytingar þarfnist. „Slíkar breytingar taka tíma og þær þurfa að eiga sér stað víða í samfélaginu en ráðamenn ættu auðvitað að fara fremstir í flokki og hampa iðnmenntun. Ég vona það svo sannarlega að á þeim maraþonfundum sem nú eiga sér stað þessa dagana í ráðherrabústaðnum að þá sé þetta meðal þess sem þar er rætt.“ Í skilningi nýrra útlendingalaga stendur iðnnám ekki jafnfætis háskólanámi og telst í raun ekki vera nám í skilningi laganna. Chuong Le Bui hefði því líklegast fengið námsmannadvalarleyfi hefði hún verið skráð í háskólanám. Lagabreytingin tók gildi um síðastliðin áramót. Sigurður segir að við eigum að taka því fagnandi þegar ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér. „Staðan hjá okkur er auðvitað sú að það er mikill skortur á iðnmenntuðu fólki í landinu og við eigum auðvitað að taka því fagnandi ef ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér hjá okkur. Það er mikil vinna sem bíður iðnnema að námi loknu og það er mikil eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun. Iðnmenntaðir skapa svo sannarlega mikil verðmæti hér í samfélaginu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni. Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að breyta þurfi viðhorfum gagnvart iðnnámi, sem ekki er skilgreint sem nám í lagalegum skilningi. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. Umræðan á sér stað í kjölfar úrskurðar Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Chuong Le Bui námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum, eins og Vísir greindi frá í gær. Sigurður segir í viðtalinu að viðhorfsbreytingar þarfnist. „Slíkar breytingar taka tíma og þær þurfa að eiga sér stað víða í samfélaginu en ráðamenn ættu auðvitað að fara fremstir í flokki og hampa iðnmenntun. Ég vona það svo sannarlega að á þeim maraþonfundum sem nú eiga sér stað þessa dagana í ráðherrabústaðnum að þá sé þetta meðal þess sem þar er rætt.“ Í skilningi nýrra útlendingalaga stendur iðnnám ekki jafnfætis háskólanámi og telst í raun ekki vera nám í skilningi laganna. Chuong Le Bui hefði því líklegast fengið námsmannadvalarleyfi hefði hún verið skráð í háskólanám. Lagabreytingin tók gildi um síðastliðin áramót. Sigurður segir að við eigum að taka því fagnandi þegar ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér. „Staðan hjá okkur er auðvitað sú að það er mikill skortur á iðnmenntuðu fólki í landinu og við eigum auðvitað að taka því fagnandi ef ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér hjá okkur. Það er mikil vinna sem bíður iðnnema að námi loknu og það er mikil eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun. Iðnmenntaðir skapa svo sannarlega mikil verðmæti hér í samfélaginu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira