Útgáfufélagið Myllusetur, sem á og rekur Viðskiptablaðið, hefur rætt við forsvarsmenn útgáfufélagsins Heims um kaup á viðskiptatímaritinu Frjálsri verslun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðræðurnar eru langt á veg komnar og má reikna með niðurstöðu úr þeim innan tíðar.
Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Þau systkini Jóhannes, Jón og Steinunn tóku við rekstri félagsins af föður sínum, Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra, í lok síðasta árs. Samtals eiga þau um 75 prósenta hlut í félaginu. Í kjölfarið hefur félagið dregið saman seglin og selt meðal annars tímaritin Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Öllu starfsfólki Heims var sagt upp fyrr í sumar. – kij
Í viðræðum um kaup á Frjálsri verslun
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið


Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna
Viðskipti innlent

Verðbólgan hjaðnar þvert á spár
Viðskipti innlent

Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús
Viðskipti innlent

„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“
Viðskipti innlent

Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum
Viðskipti innlent

Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra
Viðskipti innlent

Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar
Viðskipti innlent

Óvænt en breytir þó ekki spám
Viðskipti innlent

Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins?
Viðskipti innlent