Færibandafólkið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júlí 2017 10:41 Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að til standi að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Fram kom í Fréttablaðinu í vikunni að starfsfólk MR óttaðist að uppi væru áætlanir um slíkt. Virðist það einkum byggt á samtölum við starfsfólk menntamálaráðuneytisins og þeirri staðreynd að staða rektors MR hefur enn ekki verið auglýst þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan fráfarandi rektor sagði starfi sínu lausu. Er nema von að starfsfólk tvístígi þegar skólastarfinu er sýnt slíkt tómlæti? Ekki er gott að segja hvað menntamálaráðherra gengur til, en við verðum að taka orð hans trúanleg um að ekki standi til að sameina skólana tvo. Það væri sannkölluð synd og enn til þess að draga úr fjölbreytni í skólakerfinu eftir innleiðingu þriggja ára framhaldsskólanáms og samræmingu námsskráa. Við þurfum alla skólana; Fjölbraut í Breiðholti, Menntaskólann á Akureyri, Verzlunarskólann, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Menntaskólann á Egilsstöðum og svo mætti lengi telja. Auðvitað á ekki að blása á rekstrarsjónarmið í skólakerfinu frekar en annars staðar. Hins vegar eigum við að forðast að steypa alla í sama mót. Nóg er einsleitnin samt í okkar ríflega 300 þúsund manna samfélagi. Menntaskólinn í Reykjavík er elsta menntastofnun landsins og á rætur sínar að rekja til ársins 1056. Í skólann hafa gengið mörg þekktustu nöfn þjóðarsögunnar. Skólastarfið og byggingin eru samofin íslenskri sögu, en það var á hátíðarsal skólans sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð: „Vér mótmælum allir.“ Kvennaskólinn í Reykjavík á sér sömuleiðis merka sögu og hefur skýra sérstöðu sem skóli sem stofnaður var af þeirri hugsjón að efla menntun kvenna. Þar var mörkuð mikilvæg varða í kvenréttindabaráttuna sem enn stendur. MR og Kvennó eru ekki merkilegri en aðrir skólar. Þeir hafa hins vegar sín karaktereinkenni sem frekar ætti að ýta undir en bæla niður. Varla er líklegt að einhverjum dytti í hug að sameina bresku skólana Eton og Harrow, eða háskólana Harvard og Yale í Bandaríkjunum. Rökin fyrir því eru augljós. Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi. Þvert á móti á skólastarfið að vera nógu fjölbreytt og sveigjanlegt til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þannig auðgast mannlífið og hver og einn fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Árangur íslenskra stúdenta í erlendum skólum ber þess vitni að hingað til hafi okkur tekist ágætlega upp í þessum efnum þrátt fyrir mannfæðina. Því er eðlilegt að spyrja hvers vegna yfirvöldum menntamála virðist svo mikið í mun að steypa alla í sama mót.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar