Allir eiga rétt til menntunar eftir framhaldsskóla Margrét M. Norðdahl og Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 Flest ungt fólk sem lýkur framhaldsskólanámi hefur áhuga á að frekari menntun. Fyrir flesta er þetta einfalt og fólk getur yfirleitt sótt í það nám sem það hefur áhuga á og þar sem styrkleikar þeirra njóta sín. Það á þó því miður ekki við um alla. Fólk með þroskahömlun sem lýkur námi frá starfsbrautum framhaldsskóla hefur ekki þessi tækifæri. Samt eru þau ekkert öðruvísi en önnur ungmenni og vilja og hafa áhuga á meiri menntun. Á hverju ári útskrifast 30 – 50 nemendur af starfsbrautum framhaldsskólanna í Reykjavík. Ríkið setur fjármagn í Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks eins og það heitir hjá fjármálaráðuneytinu. Það fjármagn fer til Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar, sem sér um námskeiðahald sem stendur fólki með þroskahömlun til boða á landsvísu. Á vegum Fjölmenntar stunda nú um 700 nemendur nám um land allt. Fyrir utan námskeið hjá Fjölmennt er í boði tveggja ára diplómanám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem 15 nemendur stunda nám. Þar eru nýir nemendur teknir inn annað hvert ár. Einnig er í boði tveggja ára diplómanám í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem 12 nemendur stunda myndlistarnám og útskrifast fyrsti hópurinn þaðan í vor. Fjölmennt studdi við diplómanámið í HÍ til ársins 2015 og fjármagnaði einnig diplómanámið í Myndlistaskólanum að hluta. Frá árinu 2010 til 2017 hafa fjárframlög til Fjölmenntar hins vegar lækkað úr 258 milljónum í 254 milljónir. Miðað við uppreiknaða launa og neysluvísitölu frá árinu 2009 til dagsins í dag ætti framlag til Fjölmenntar að vera 385 milljónir. Afleiðingar niðurskurðarins eru m.a. þær að námskeiðin eru færri og styttri, námsleiðir hafa verið lagðar niður, stuðningi við Diplómanámið í Háskóla Íslands verið hætt og ekki stutt lengur við Diplómanámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það er augljóst að námsframboð fyrir fólk með þroskahömlun hefur verið verulega skert og mun halda áfram að skerðast verði ekki sett aukið fé til þess. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um að allir eigi að hafa rétt á námi á öllum skólastigum. Samningurinn hefur verið staðfestur af Íslandi en ekki lögfestur. Því ber ríkinu strangt til tekið ekki á grundvelli hans að tryggja nemendum með þroskahömlun möguleika til framhaldsnáms að loknu námi á starfsbraut og eina fjármagnið sem fer í menntun þessa hóps er fjármagnið sem fer til Fjölmenntar. Þó skyldi maður halda að mannréttindaákvæði stjórnarskrár ættu að tryggja þessum hópi ungmenna möguleika til framhaldsnáms eins og öðrum ungmennum. Að gera það ekki felur í sér augljósa og óásættanlega mismunun. Á tveggja ára fresti hafa aðstandendur Diplómanámsins í HÍ þurft að berjast fyrir því að námið fái að halda áfram en það er enn skilgreint sem tilraunaverkefni án fastra fjárframlaga. Vegna niðurskurðar hjá Fjölmennt getur stofnunin ekki stutt áfram við námið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og skólinn býður nú svara frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um fjárstyrk til þess að geta haldið náminu áfram. Aðrar menntastofnanir eða deildir innan menntastofnana sem hefðu áhuga á að bjóða upp á námsleiðir fyrir fólk með þroskahömlun hafa ekki í neina sjóði að sækja til að auka framboð sitt. Þetta ástand er óásættanlegt og við skorum á stjórnvöld að standa með mannréttindum allra Íslendinga, ekki bara sumra og tryggja fjölbreyttara námsframboð fyrir fólk með þroskahömun til jafns við aðra. Allir eiga rétt á því að rækta og njóta hæfileika sinna og til þess að stunda nám á öllum skólastigum. Þannig nýtum allan þann mannauð sem í þjóð okkar býr og byggjum gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Flest ungt fólk sem lýkur framhaldsskólanámi hefur áhuga á að frekari menntun. Fyrir flesta er þetta einfalt og fólk getur yfirleitt sótt í það nám sem það hefur áhuga á og þar sem styrkleikar þeirra njóta sín. Það á þó því miður ekki við um alla. Fólk með þroskahömlun sem lýkur námi frá starfsbrautum framhaldsskóla hefur ekki þessi tækifæri. Samt eru þau ekkert öðruvísi en önnur ungmenni og vilja og hafa áhuga á meiri menntun. Á hverju ári útskrifast 30 – 50 nemendur af starfsbrautum framhaldsskólanna í Reykjavík. Ríkið setur fjármagn í Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks eins og það heitir hjá fjármálaráðuneytinu. Það fjármagn fer til Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar, sem sér um námskeiðahald sem stendur fólki með þroskahömlun til boða á landsvísu. Á vegum Fjölmenntar stunda nú um 700 nemendur nám um land allt. Fyrir utan námskeið hjá Fjölmennt er í boði tveggja ára diplómanám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem 15 nemendur stunda nám. Þar eru nýir nemendur teknir inn annað hvert ár. Einnig er í boði tveggja ára diplómanám í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem 12 nemendur stunda myndlistarnám og útskrifast fyrsti hópurinn þaðan í vor. Fjölmennt studdi við diplómanámið í HÍ til ársins 2015 og fjármagnaði einnig diplómanámið í Myndlistaskólanum að hluta. Frá árinu 2010 til 2017 hafa fjárframlög til Fjölmenntar hins vegar lækkað úr 258 milljónum í 254 milljónir. Miðað við uppreiknaða launa og neysluvísitölu frá árinu 2009 til dagsins í dag ætti framlag til Fjölmenntar að vera 385 milljónir. Afleiðingar niðurskurðarins eru m.a. þær að námskeiðin eru færri og styttri, námsleiðir hafa verið lagðar niður, stuðningi við Diplómanámið í Háskóla Íslands verið hætt og ekki stutt lengur við Diplómanámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það er augljóst að námsframboð fyrir fólk með þroskahömlun hefur verið verulega skert og mun halda áfram að skerðast verði ekki sett aukið fé til þess. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um að allir eigi að hafa rétt á námi á öllum skólastigum. Samningurinn hefur verið staðfestur af Íslandi en ekki lögfestur. Því ber ríkinu strangt til tekið ekki á grundvelli hans að tryggja nemendum með þroskahömlun möguleika til framhaldsnáms að loknu námi á starfsbraut og eina fjármagnið sem fer í menntun þessa hóps er fjármagnið sem fer til Fjölmenntar. Þó skyldi maður halda að mannréttindaákvæði stjórnarskrár ættu að tryggja þessum hópi ungmenna möguleika til framhaldsnáms eins og öðrum ungmennum. Að gera það ekki felur í sér augljósa og óásættanlega mismunun. Á tveggja ára fresti hafa aðstandendur Diplómanámsins í HÍ þurft að berjast fyrir því að námið fái að halda áfram en það er enn skilgreint sem tilraunaverkefni án fastra fjárframlaga. Vegna niðurskurðar hjá Fjölmennt getur stofnunin ekki stutt áfram við námið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og skólinn býður nú svara frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um fjárstyrk til þess að geta haldið náminu áfram. Aðrar menntastofnanir eða deildir innan menntastofnana sem hefðu áhuga á að bjóða upp á námsleiðir fyrir fólk með þroskahömlun hafa ekki í neina sjóði að sækja til að auka framboð sitt. Þetta ástand er óásættanlegt og við skorum á stjórnvöld að standa með mannréttindum allra Íslendinga, ekki bara sumra og tryggja fjölbreyttara námsframboð fyrir fólk með þroskahömun til jafns við aðra. Allir eiga rétt á því að rækta og njóta hæfileika sinna og til þess að stunda nám á öllum skólastigum. Þannig nýtum allan þann mannauð sem í þjóð okkar býr og byggjum gott samfélag fyrir alla.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar