Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2017 07:00 Jamie Oliver vill halda veggmyndunum og verja þær fyrir frekari skemmdum. vísir/anton brink/getty „Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10