Hildur vill fá fleiri konur í þjálfun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 08:15 Hildur Sigurðardóttir stýrði Breiðabliki upp í Domino's deild kvenna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Hún vill fá fleiri konur í þjálfun. „Ég sá strax metnað í liðinu og umgjörðinni í kringum liðið. Ég fékk strax að heyra það þegar ég réð mig hér til starfa að stefnan væri sett á Domino's deildina. Ég var alveg ákveðin í að taka þátt í því,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Enginn erlendur leikmaður lék með Breiðabliki í 1. deildinni í vetur þótt það hafi upphaflega staðið til. „Það stóð alltaf til en svo ákváðum við að flauta það af. Ég taldi það gott fyrir stelpurnar að bera meiri ábyrgð sjálfar inni á vellinum; ekki setja þetta í hendurnar á atvinnumanni og láta hana klára leiki. Þær yrðu þá tilbúnari í úrvalsdeildina eftir ár og ég held að það hafi keppnast mjög vel. Það hafa margar tekið góðum framförum og eru orðnir góðir leikmenn,“ sagði Hildur. Tvö af fjórum liðum í 1. deild kvenna í vetur voru með konur við stjórnvölinn. Hildur stýrði Breiðabliki og Heiðrún Kristmundsdóttir var með lið KR sem endaði í 3. sæti. Hildur vill þó sjá fleiri konur í þjálfun og stjórnunarstörfum. „Við erum of fáar að starfa í kringum íþróttirnar. Það er það sama í öðrum boltagreinum. En það er greinilega fjölgun, við vorum tvær í vetur og stóðum okkur báðar nokkuð vel, held ég. Það er vonandi að það bætist enn fleiri við,“ sagði Hildur en þær Heiðrún fengu mikið hrós frá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs Ak., í pistli sem hann skrifaði á Facebook á sunnudaginn. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. 2. apríl 2017 16:00 Blikastúlkur unnu tvisvar á Akureyri og eru komnar upp í Dominos Breiðablik tryggðu sér sæti í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir fjórtán stiga sigur á deildarmeisturum Þórs á Akureyri, 56-42, en oddaleikur liðanna var spilaður í Síðuskóla á Akureyri. 31. mars 2017 21:06 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir stýrði Breiðabliki upp í Domino's deild kvenna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Hún vill fá fleiri konur í þjálfun. „Ég sá strax metnað í liðinu og umgjörðinni í kringum liðið. Ég fékk strax að heyra það þegar ég réð mig hér til starfa að stefnan væri sett á Domino's deildina. Ég var alveg ákveðin í að taka þátt í því,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Enginn erlendur leikmaður lék með Breiðabliki í 1. deildinni í vetur þótt það hafi upphaflega staðið til. „Það stóð alltaf til en svo ákváðum við að flauta það af. Ég taldi það gott fyrir stelpurnar að bera meiri ábyrgð sjálfar inni á vellinum; ekki setja þetta í hendurnar á atvinnumanni og láta hana klára leiki. Þær yrðu þá tilbúnari í úrvalsdeildina eftir ár og ég held að það hafi keppnast mjög vel. Það hafa margar tekið góðum framförum og eru orðnir góðir leikmenn,“ sagði Hildur. Tvö af fjórum liðum í 1. deild kvenna í vetur voru með konur við stjórnvölinn. Hildur stýrði Breiðabliki og Heiðrún Kristmundsdóttir var með lið KR sem endaði í 3. sæti. Hildur vill þó sjá fleiri konur í þjálfun og stjórnunarstörfum. „Við erum of fáar að starfa í kringum íþróttirnar. Það er það sama í öðrum boltagreinum. En það er greinilega fjölgun, við vorum tvær í vetur og stóðum okkur báðar nokkuð vel, held ég. Það er vonandi að það bætist enn fleiri við,“ sagði Hildur en þær Heiðrún fengu mikið hrós frá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs Ak., í pistli sem hann skrifaði á Facebook á sunnudaginn. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. 2. apríl 2017 16:00 Blikastúlkur unnu tvisvar á Akureyri og eru komnar upp í Dominos Breiðablik tryggðu sér sæti í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir fjórtán stiga sigur á deildarmeisturum Þórs á Akureyri, 56-42, en oddaleikur liðanna var spilaður í Síðuskóla á Akureyri. 31. mars 2017 21:06 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. 2. apríl 2017 16:00
Blikastúlkur unnu tvisvar á Akureyri og eru komnar upp í Dominos Breiðablik tryggðu sér sæti í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir fjórtán stiga sigur á deildarmeisturum Þórs á Akureyri, 56-42, en oddaleikur liðanna var spilaður í Síðuskóla á Akureyri. 31. mars 2017 21:06