Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júlí 2017 13:39 Sebastian Vettel vann sína fjórði keppni í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Munurinn í stigakeppni ökumanna er þá orðin 14 stig fyrir sumarfríið. Lewis Hamilton var þriðji þangað til í síðustu beygju þegar hann hleypti Bottas fram úr til að gjalda tækifærið sem Bottas veitti Hamilton fyrr í keppninni. Daniel Ricciardo lenti í samstuði við liðsfélaga sinn. Glussi úr bíl Ricciardo úðaðist á stóran kafla á brautinni og öryggisbíllinn var kallaður út. Ricciardo var úr leik strax á fyrsta hring. Að örðu leyti breyttist staða fremstu manna ekki mikið í ræsingunni. Lewis Hamilton á Mercedes missti Max Verstappen fram úr sér. Hamilton var þá orðinn fimmti. Öryggisbíllinn kom inn við lok fimmta hrings. Hamilton reyndi hvað hann gat til að skjóta sér fram úr Verstappen strax í endurræsingunni en Hollendingurinn ungi varðist vel.Lewis Hamilton á Mercedes heiðraði samkomulag sitt við Bottas og Mercedes og hleypti liðsfélaganum fram úr undir lokin.Vísir/GettyRomain Grosjean á Haas féll úr leik á 23. hring. Hann hafði komið inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekkjagang, það var að leka úr einu dekkinu. Vinstra afturdekkið sem sett var undir var ekki fest almennilega og danglaði undir bílnum. Grosjean neyddist því til að stöðva. Hamilton kom inn á hring 32 til að fá nýjan dekkjagang undir, hann kom út á brautina áfram í fimmta sæti. Vettel kom svo inn á 33. hring. Vettel kom út á brautina í öðru sæti á eftir Verstappen sem átti eftir að stoppa. Raikkonen kom svo inn í kjölfarið og kom út rétt á eftir Vettel. Mercedes menn með Bottas í fararbroddi sóttu að Ferrari mönnum um miðbik keppninnar. Vettel var að glíma við skekkju í stýrinu. Raikkonen var ítrekað að kvarta yfir liðsfélaga sínum hjá Ferrari. Finnanum fannst Vettel aka of hægt og vera að færa sig niður í gin ljónsins sem var Bottas á Mercedes. Verstappen kom loksins inn á 42. hring og tók þjónustuhlé. Hann tók í leiðinni út 10 sekúndna refsingu fyrir að aka liðsfélaga sinn út úr keppninni. Vettel tók þá aftur við forystu í keppninni. Hamilton var hreinlega hleypt fram úr Bottas í upphafi 45. hring. Hamilton var ætlað að sækja á Ferrari. Samningurinn var að Hamilton léti aftur stöðuna til Bottas ef Hamilton næði ekki fram úr Raikkonen. Bottas fékk að fara fram úr Hamilton aftur í síðustu beygjunni. Hamilton reyndi að ógna Raikkonen en allt kom fyrir ekki. Ferrari menn héldu haus undir pressu. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Munurinn í stigakeppni ökumanna er þá orðin 14 stig fyrir sumarfríið. Lewis Hamilton var þriðji þangað til í síðustu beygju þegar hann hleypti Bottas fram úr til að gjalda tækifærið sem Bottas veitti Hamilton fyrr í keppninni. Daniel Ricciardo lenti í samstuði við liðsfélaga sinn. Glussi úr bíl Ricciardo úðaðist á stóran kafla á brautinni og öryggisbíllinn var kallaður út. Ricciardo var úr leik strax á fyrsta hring. Að örðu leyti breyttist staða fremstu manna ekki mikið í ræsingunni. Lewis Hamilton á Mercedes missti Max Verstappen fram úr sér. Hamilton var þá orðinn fimmti. Öryggisbíllinn kom inn við lok fimmta hrings. Hamilton reyndi hvað hann gat til að skjóta sér fram úr Verstappen strax í endurræsingunni en Hollendingurinn ungi varðist vel.Lewis Hamilton á Mercedes heiðraði samkomulag sitt við Bottas og Mercedes og hleypti liðsfélaganum fram úr undir lokin.Vísir/GettyRomain Grosjean á Haas féll úr leik á 23. hring. Hann hafði komið inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekkjagang, það var að leka úr einu dekkinu. Vinstra afturdekkið sem sett var undir var ekki fest almennilega og danglaði undir bílnum. Grosjean neyddist því til að stöðva. Hamilton kom inn á hring 32 til að fá nýjan dekkjagang undir, hann kom út á brautina áfram í fimmta sæti. Vettel kom svo inn á 33. hring. Vettel kom út á brautina í öðru sæti á eftir Verstappen sem átti eftir að stoppa. Raikkonen kom svo inn í kjölfarið og kom út rétt á eftir Vettel. Mercedes menn með Bottas í fararbroddi sóttu að Ferrari mönnum um miðbik keppninnar. Vettel var að glíma við skekkju í stýrinu. Raikkonen var ítrekað að kvarta yfir liðsfélaga sínum hjá Ferrari. Finnanum fannst Vettel aka of hægt og vera að færa sig niður í gin ljónsins sem var Bottas á Mercedes. Verstappen kom loksins inn á 42. hring og tók þjónustuhlé. Hann tók í leiðinni út 10 sekúndna refsingu fyrir að aka liðsfélaga sinn út úr keppninni. Vettel tók þá aftur við forystu í keppninni. Hamilton var hreinlega hleypt fram úr Bottas í upphafi 45. hring. Hamilton var ætlað að sækja á Ferrari. Samningurinn var að Hamilton léti aftur stöðuna til Bottas ef Hamilton næði ekki fram úr Raikkonen. Bottas fékk að fara fram úr Hamilton aftur í síðustu beygjunni. Hamilton reyndi að ógna Raikkonen en allt kom fyrir ekki. Ferrari menn héldu haus undir pressu.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57
Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. 29. júlí 2017 20:00