Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2017 21:14 Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent