Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2017 21:14 Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20