Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2017 21:14 Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Þórarin Bjarnason, verkefnastjóra hjá Landsneti. Verkefni Landsnets er að reisa 193 möstur yfir sextíu kílómetra vegalengd til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu ásamt því að byggja þrjú stór tengivirki, í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka. Að sögn Þórarins er þetta 7-8 milljarða króna verkefni. Öll möstrin eru nú risin og verið að strengja línuna á milli. Kísilverið á Bakka í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir ári var öll línulagningin í uppnámi vegna kærumála umhverfisverndarsamtaka og stöðvaðist hún að stóru leyti um tíma. Landsnet hafði sitt fram í hverju málinu á fætur öðru en síðasta dómsmáli lauk í júni. Landsnet hefur síðan keppst við að vinna upp tapaðan tíma. Þórarinn segir að samið hafi verið verktakann, sem leggur línuna, um að bæta í, en hann kemur frá Bosníu. Verktakinn hafi reynst mjög hjálpsamur. Háspennulínan strengd á möstrin á Reykjaheiði ofan Húsavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En fleira þurfti að koma til enda liggja línurnar um norðlenskar heiðar sem gerði vetrarvinnu erfiða. „Við vorum náttúrlega ótrúlega heppnir með veður síðastliðinn vetur. Það kom sáralítill snjór," segir Þórarinn. Verktakinn hafi því getað unnið fram í desember og byrjað aftur í mars. Nú eru öll möstrin risin og verið að strengja raflínurnar á milli. En tekst að tengja Þeistareykjavirkjun og kísilver PCC í tæka tíð? Þeirri spurningu svarar Þórarinn í frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20