Alltaf að skila af sér en skilar ekki Erna Indriðadóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hækkun eftirlaunaaldurs hefur verið á dagskrá hér á landi síðustu árin og fregnir herma að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður í áföngum úr 67 ára í 70 ára. Þá er einnig gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn geti hætt störfum 75 ára, kjósi þeir svo. Þetta er meðal þess sem lagt er til í Péturs Blöndals nefndinni sem svo hefur verið kölluð eftir Pétri heitnum Blöndal, en nefndin á að skila af sér á næstu vikum. Þannig hefur það lengi verið, nefndin er alveg að skila af sér, en skilar engu. Tillögurnar eru alveg að koma en koma ekki. Kannski verða þær komnar þegar þessi grein birtist, en það er líklega óskhyggja.Sagt upp vegna skipulagsbreytinga Það er mörgum ráðgáta sem nú eru að komast á eftirlaun, hvernig þeir eigi að lifa fram til sjötugs ef eftirlaunaaldurinn verður hækkaður. Einfaldlega vegna þess að fólk sem er komið um sextugt virðist eiga í erfiðleikum með að fá vinnu, hafi það einhverra hluta vegna misst starfið. Sumir misstu vinnuna í kjölfar hrunsins eða vegna hagræðinga og skipulagsbreytinga á gamla vinnustaðnum. Nýlegt dæmi er frá Veðurstofu Íslands þar sem sex elstu starfsmennirnir urðu allir að víkja vegna skipulagsbreytinga. Eftir áratugastarf var ekkert verkefni að finna fyrir þetta fólk á Veðurstofunni.Þarf hugarfarsbreytingu Það er ljóst að eigi hærri eftirlaunaaldur að ganga upp, þarf hugarfarsbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Það er enginn að tala um að stjórnendur í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum á einkamarkaði eigi að halda sínum stjórnunarstörfum til sjötugs eða 75 ára. En það þarf að gera þeim kleift að breyta til, sinna ákveðnum verkefnum eða flytjast til í starfi. Þá þarf að setja fram raunhæfa áætlun um það, hvernig á að mæta þeim hópum eftirlaunamanna sem geta ekki lifað af eftirlaununum og enginn vill ráða í vinnu þótt þeir séu við ágæta heilsu. Það þarf að hugsa málin upp á nýtt.Störf fyrir eldri starfsmenn Þess eru dæmi að verslanir hafi ráðið í vinnu fólk sem er komið á eftirlaun. Störf í ferðaþjónustunni við móttöku ferðamanna, gætu einnig verið ákjósanleg hlutastörf fyrir eldri starfsmenn. Þess eru reyndar dæmi að fólk á eftirlaunum starfi sem leiðsögumenn fyrir erlenda ferðamenn. Störf í barnagæslu og á frístundaheimilum gætu líka verið heppileg fyrir eldra fólk. Á mörgum frístundaheimilum vinnur kornungt fólk, en kennarar á eftirlaunum gætu aðstoðað í hlutastörfum, til dæmis við að hjálpa börnunum með heimanámið. Það má áreiðanlega velta upp miklu fleiri hugmyndum og það verðum við að gera. Við höfum sem þjóð, ekki efni á því að hafna þeirri þekkingu og reynslu sem eldra fólk býr yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Hækkun eftirlaunaaldurs hefur verið á dagskrá hér á landi síðustu árin og fregnir herma að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður í áföngum úr 67 ára í 70 ára. Þá er einnig gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn geti hætt störfum 75 ára, kjósi þeir svo. Þetta er meðal þess sem lagt er til í Péturs Blöndals nefndinni sem svo hefur verið kölluð eftir Pétri heitnum Blöndal, en nefndin á að skila af sér á næstu vikum. Þannig hefur það lengi verið, nefndin er alveg að skila af sér, en skilar engu. Tillögurnar eru alveg að koma en koma ekki. Kannski verða þær komnar þegar þessi grein birtist, en það er líklega óskhyggja.Sagt upp vegna skipulagsbreytinga Það er mörgum ráðgáta sem nú eru að komast á eftirlaun, hvernig þeir eigi að lifa fram til sjötugs ef eftirlaunaaldurinn verður hækkaður. Einfaldlega vegna þess að fólk sem er komið um sextugt virðist eiga í erfiðleikum með að fá vinnu, hafi það einhverra hluta vegna misst starfið. Sumir misstu vinnuna í kjölfar hrunsins eða vegna hagræðinga og skipulagsbreytinga á gamla vinnustaðnum. Nýlegt dæmi er frá Veðurstofu Íslands þar sem sex elstu starfsmennirnir urðu allir að víkja vegna skipulagsbreytinga. Eftir áratugastarf var ekkert verkefni að finna fyrir þetta fólk á Veðurstofunni.Þarf hugarfarsbreytingu Það er ljóst að eigi hærri eftirlaunaaldur að ganga upp, þarf hugarfarsbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Það er enginn að tala um að stjórnendur í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum á einkamarkaði eigi að halda sínum stjórnunarstörfum til sjötugs eða 75 ára. En það þarf að gera þeim kleift að breyta til, sinna ákveðnum verkefnum eða flytjast til í starfi. Þá þarf að setja fram raunhæfa áætlun um það, hvernig á að mæta þeim hópum eftirlaunamanna sem geta ekki lifað af eftirlaununum og enginn vill ráða í vinnu þótt þeir séu við ágæta heilsu. Það þarf að hugsa málin upp á nýtt.Störf fyrir eldri starfsmenn Þess eru dæmi að verslanir hafi ráðið í vinnu fólk sem er komið á eftirlaun. Störf í ferðaþjónustunni við móttöku ferðamanna, gætu einnig verið ákjósanleg hlutastörf fyrir eldri starfsmenn. Þess eru reyndar dæmi að fólk á eftirlaunum starfi sem leiðsögumenn fyrir erlenda ferðamenn. Störf í barnagæslu og á frístundaheimilum gætu líka verið heppileg fyrir eldra fólk. Á mörgum frístundaheimilum vinnur kornungt fólk, en kennarar á eftirlaunum gætu aðstoðað í hlutastörfum, til dæmis við að hjálpa börnunum með heimanámið. Það má áreiðanlega velta upp miklu fleiri hugmyndum og það verðum við að gera. Við höfum sem þjóð, ekki efni á því að hafna þeirri þekkingu og reynslu sem eldra fólk býr yfir.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun