Markaðir erlendis að taka við sér á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Lifnað hefur yfir alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í vikunni. NordicPhotos/Getty Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent