Erlend félög sækja í nýja flugherminn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 11:30 Flughermirinn er hýstur í Hafnarfirði. Þangað koma flugmenn víða að í þjálfun. Vísir/Ernir Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna. Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna.
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira