Erlend félög sækja í nýja flugherminn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 11:30 Flughermirinn er hýstur í Hafnarfirði. Þangað koma flugmenn víða að í þjálfun. Vísir/Ernir Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna. Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna.
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent