„Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2016 20:00 Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu benda til að þar séu stærri olíulindir en menn höfðu áður þorað að vona, að sögn stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Sérleyfishópur undir forystu kínversks ríkisolíufélags stefnir á fyrstu boranir árið 2020. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tveir hópar eru með sérleyfi til olíuleitar á svæðinu og hafa báðir sent rannsóknarskip til tvívíðra bergmálsmælinga. Skip á vegum kínverska félagsins CNOOC fór þangað í fyrrahaust en fulltrúar hópsins funduðu nýlega í Peking um fyrstu niðurstöður leiðangursins og næstu skref. Fundinn sátu einnig fulltrúar Orkustofnunar, norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í fyrrahaust þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í ljósi stöðunnar á olíumörkuðum heims og þess hversu langt verður að sækja olíu á Drekasvæðið hefði allt eins mátt búast við að fréttirnar yrðu núna á þá leið að menn ætluðu að hætta við. En það er þvert á móti. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, segir niðurstöður mælinganna í fyrrahaust betri en menn bjuggust við. „Svæðið er þannig að olíugeymslur, sem þarna geta verið, eru stórar. Þetta svæði er engu minna lofandi heldur en svæði í kringum Bretland eða Noreg.“ -Hvað þýðir þetta um framhaldið? „Þetta þýðir það að við höldum áfram að vinna úr gögnunum eins hratt og við megum og getum. Við verðum búnir að því svona um mitt næsta ár. Þá er farið að bjóða út þrívíðar rannsóknir.“ Þær hafa þann tilgang að undirbúa borun. „Þetta gefur það til að kynna að það verði borað í kringum árið 2020,“ segir Heiðar. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „En það sem er gleðilegt við þetta er að svæðið er miklu betra heldur en við höfum þorað að vona. Það í raun gerir það að verkum að hagur Íslands er betri vegna þess að það eru nú Íslendingar sem fá meirihluta af því sem þarna kemur. Vegna þess að skatttekjurnar eru slíkar að það fer vel yfir helming af því sem kemur. Þannig að þetta eru bara mjög góðar fréttir fyrir alla,“ segir stjórnarformaður Eykons. Fjallað er um niðurstöður fundarins í Peking á vef Orkustofnunar. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu benda til að þar séu stærri olíulindir en menn höfðu áður þorað að vona, að sögn stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Sérleyfishópur undir forystu kínversks ríkisolíufélags stefnir á fyrstu boranir árið 2020. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tveir hópar eru með sérleyfi til olíuleitar á svæðinu og hafa báðir sent rannsóknarskip til tvívíðra bergmálsmælinga. Skip á vegum kínverska félagsins CNOOC fór þangað í fyrrahaust en fulltrúar hópsins funduðu nýlega í Peking um fyrstu niðurstöður leiðangursins og næstu skref. Fundinn sátu einnig fulltrúar Orkustofnunar, norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í fyrrahaust þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í ljósi stöðunnar á olíumörkuðum heims og þess hversu langt verður að sækja olíu á Drekasvæðið hefði allt eins mátt búast við að fréttirnar yrðu núna á þá leið að menn ætluðu að hætta við. En það er þvert á móti. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, segir niðurstöður mælinganna í fyrrahaust betri en menn bjuggust við. „Svæðið er þannig að olíugeymslur, sem þarna geta verið, eru stórar. Þetta svæði er engu minna lofandi heldur en svæði í kringum Bretland eða Noreg.“ -Hvað þýðir þetta um framhaldið? „Þetta þýðir það að við höldum áfram að vinna úr gögnunum eins hratt og við megum og getum. Við verðum búnir að því svona um mitt næsta ár. Þá er farið að bjóða út þrívíðar rannsóknir.“ Þær hafa þann tilgang að undirbúa borun. „Þetta gefur það til að kynna að það verði borað í kringum árið 2020,“ segir Heiðar. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „En það sem er gleðilegt við þetta er að svæðið er miklu betra heldur en við höfum þorað að vona. Það í raun gerir það að verkum að hagur Íslands er betri vegna þess að það eru nú Íslendingar sem fá meirihluta af því sem þarna kemur. Vegna þess að skatttekjurnar eru slíkar að það fer vel yfir helming af því sem kemur. Þannig að þetta eru bara mjög góðar fréttir fyrir alla,“ segir stjórnarformaður Eykons. Fjallað er um niðurstöður fundarins í Peking á vef Orkustofnunar.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45