Litlu slátrararnir landa sigrunum sínum með frábærum varnarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 06:30 Thelma Dís Ágústsdóttir (t.v.) og Emelía Ósk Gunnarsdóttir tóku 27 fráköst saman í sigrinum á Njarðvík. Vísir/Eyþór Kvennalið Keflavíkur er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnunum úr Njarðvík um helgina. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð og þessa fimm sigra hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla með þrettán stigum eða meira. Það eru bæði gömul sannindi og ný að titlar vinnist á góðum varnarleik og þessi margsannaða boltaspeki ætti að ýta undir væntingar Keflvíkinga til kvennaliðsins síns það sem eftir lifir vetrar. Keflavíkurliðið er kornungt og reynslulítið en þær lærðu að elska að spila vörn í yngri flokkunum og eru heldur ekki að tapa mikið á því að vera þjálfaðar af tvöföldum varnarmanni ársins í Sverri Þór Sverrissyni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Meðaldur leikmanna Keflavíkurliðsins í dag, sem spila meira en tíu mínútur að meðaltali í leik, er aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að skoða varnartölfræði liðsins upp á síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn séu ekki eins góðir varnarmenn á alls ekki við hjá þessu liði. Keflavíkurkonur eru nefnilega búnar að halda mótherjum sínum undir 40 prósenta skotnýtingu og undir 70 stigum í fimm leikjum í röð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina sannfærandi og er nú öruggt með að vera á toppnum yfir jólin. Snæfell er að fá á sig fæst stig í leik en stigaskorið snýst líka um tempó í leikjunum og Keflavíkurliðið keyrir upp hraðann í sínum leikjum. Það að mótherjar liðsins klikki á næstum því 7 af hverjum 10 skotum sínum er mögnuð tölfræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá lið sem ætti að vera miklu blautara á bak við eyrun.Stig og skotnýting mótherja Keflavíkur í síðustu 5 leikjum 15 stiga sigur á Stjörnunni - 57 stig og 30 prósent 18 stiga sigur á Grindavík - 66 stig og 39 prósent 30 stiga sigur á Haukum - 46 stig og 24 prósent 13 stiga sigur á Skallagrím - 55 stig og 31 prósent 20 stiga sigur á Njarðvík - 59 stig og 30 prósent Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur er komið með fjögurra stiga forskot á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnunum úr Njarðvík um helgina. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð og þessa fimm sigra hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla með þrettán stigum eða meira. Það eru bæði gömul sannindi og ný að titlar vinnist á góðum varnarleik og þessi margsannaða boltaspeki ætti að ýta undir væntingar Keflvíkinga til kvennaliðsins síns það sem eftir lifir vetrar. Keflavíkurliðið er kornungt og reynslulítið en þær lærðu að elska að spila vörn í yngri flokkunum og eru heldur ekki að tapa mikið á því að vera þjálfaðar af tvöföldum varnarmanni ársins í Sverri Þór Sverrissyni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Meðaldur leikmanna Keflavíkurliðsins í dag, sem spila meira en tíu mínútur að meðaltali í leik, er aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að skoða varnartölfræði liðsins upp á síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn séu ekki eins góðir varnarmenn á alls ekki við hjá þessu liði. Keflavíkurkonur eru nefnilega búnar að halda mótherjum sínum undir 40 prósenta skotnýtingu og undir 70 stigum í fimm leikjum í röð. Liðið hefur unnið alla fimm leikina sannfærandi og er nú öruggt með að vera á toppnum yfir jólin. Snæfell er að fá á sig fæst stig í leik en stigaskorið snýst líka um tempó í leikjunum og Keflavíkurliðið keyrir upp hraðann í sínum leikjum. Það að mótherjar liðsins klikki á næstum því 7 af hverjum 10 skotum sínum er mögnuð tölfræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá lið sem ætti að vera miklu blautara á bak við eyrun.Stig og skotnýting mótherja Keflavíkur í síðustu 5 leikjum 15 stiga sigur á Stjörnunni - 57 stig og 30 prósent 18 stiga sigur á Grindavík - 66 stig og 39 prósent 30 stiga sigur á Haukum - 46 stig og 24 prósent 13 stiga sigur á Skallagrím - 55 stig og 31 prósent 20 stiga sigur á Njarðvík - 59 stig og 30 prósent
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira