Gott fyrir þá sem þurfa minna en 55 fermetra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2016 21:00 Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru kröfur um stærri rými.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita nýju reglugerðina.Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.En nú er umhverfisráðherra búinn að breyta reglugerðinni, sveigjanleiki er aukinn og leyft að byggja allt niður í 20 fermetra íbúðir. Þá er til dæmis dregið úr kröfum um lágmarksbreidd á göngum og stigum. „Við fögnum þessum breytingum á reglugerðinni. Þetta er jákvætt skref og sennilega stærsta skrefið í átt að lækkun byggingarkostnaðar frá því upphafleg reglugerð var sett fyrir fjórum árum síðan,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Stöð 2. „Þannig að í stórum dráttum erum við mjög jákvæð á breytingarnar. Þetta getur lækkað byggingarkostnað allverulega.“ Hann kveðst sannfærður um að kostnaðarlækkun muni skila sér til húsnæðiskaupenda en treystir sér ekki til að nefna hversu mikil hún gæti orðið. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Einar Árnason.„En það eru þarna tilslakanir, eða aukinn sveigjanleiki í hönnun og þess háttar, sem getur þýtt það að þetta hlaupi á einhverjum prósentum. En ég treysti mér ekki til að orða það nánar en það.“ Breytingin er mest gagnvart smæstu íbúðunum sem eru 55 fermetrar eða minni. En það er ekki endilega sú stærð sem fjölskyldur með kannski 2-3 börn eru að leita að. Samtök iðnaðarins gagnrýna að ekki skuli gengið lengra til móts við þann hóp. Þannig segir Almar mikla þörf á byggingu meðalstórra íbúða sem henti barnafjölskyldum. „Barnafólk er líklega að kalla mest eftir íbúðum sem eru af stærðargráðunni 60 til 90 fermetrar. Það væri hægt að ganga lengra hvað slíkar íbúðir varðar, - þó vissulega skipti þetta máli varðandi smærri íbúðir. Við verðum að taka það fram,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tengdar fréttir Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22 Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43 Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Byggingarkostnaður minnstu íbúða lækkar verulega vegna reglugerðarbreytingar. Gagnrýnt er að breytingin nái ekki með sama hætti til meðalstórra íbúða sem henta barnafjölskyldum. Breyting sem gerð var á byggingarreglugerð fyrir fjórum árum hafði það markmið að fatlaðir hefðu gott aðgengi að öllum íbúðum. Þá var gagnrýnt að breytingin þýddi umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, þar sem gerðar voru kröfur um stærri rými.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri undirrita nýju reglugerðina.Mynd/Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.En nú er umhverfisráðherra búinn að breyta reglugerðinni, sveigjanleiki er aukinn og leyft að byggja allt niður í 20 fermetra íbúðir. Þá er til dæmis dregið úr kröfum um lágmarksbreidd á göngum og stigum. „Við fögnum þessum breytingum á reglugerðinni. Þetta er jákvætt skref og sennilega stærsta skrefið í átt að lækkun byggingarkostnaðar frá því upphafleg reglugerð var sett fyrir fjórum árum síðan,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Stöð 2. „Þannig að í stórum dráttum erum við mjög jákvæð á breytingarnar. Þetta getur lækkað byggingarkostnað allverulega.“ Hann kveðst sannfærður um að kostnaðarlækkun muni skila sér til húsnæðiskaupenda en treystir sér ekki til að nefna hversu mikil hún gæti orðið. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Einar Árnason.„En það eru þarna tilslakanir, eða aukinn sveigjanleiki í hönnun og þess háttar, sem getur þýtt það að þetta hlaupi á einhverjum prósentum. En ég treysti mér ekki til að orða það nánar en það.“ Breytingin er mest gagnvart smæstu íbúðunum sem eru 55 fermetrar eða minni. En það er ekki endilega sú stærð sem fjölskyldur með kannski 2-3 börn eru að leita að. Samtök iðnaðarins gagnrýna að ekki skuli gengið lengra til móts við þann hóp. Þannig segir Almar mikla þörf á byggingu meðalstórra íbúða sem henti barnafjölskyldum. „Barnafólk er líklega að kalla mest eftir íbúðum sem eru af stærðargráðunni 60 til 90 fermetrar. Það væri hægt að ganga lengra hvað slíkar íbúðir varðar, - þó vissulega skipti þetta máli varðandi smærri íbúðir. Við verðum að taka það fram,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Tengdar fréttir Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22 Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00 Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43 Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10% Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar. 12. desember 2012 17:22
Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi "Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála. 17. desember 2014 15:00
Reglugerðin gerir húsnæði dýrara og óvistvænna Ný byggingarreglugerð mun gera húsnæði dýrara og óvistvænna, draga úr framkvæmdum, eyða hefðum í íslenskri byggingarlist og hækka lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli þeirra Friðriks Ágústs Ólafssonar, forstöðumanns Samtaka iðnaðarins, og Guðrúnar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra þróunarverkefna hjá Búseta. 25. nóvember 2012 18:43
Viðskiptaráð fagnar breytingu á byggingareglugerð Með breytingunni telur ráðið að stór skref séu stigin í átt til lækkunar fasteignaverðs. 4. maí 2016 09:14