Borgunarmál í alvarlegri stöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Þeir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason eru sammála um að Borgunarmálið sé grafalvarlegt. Flokksformennirni tveir hittust á Viðskiptaþingi í gær. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus. Borgunarmálið Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus.
Borgunarmálið Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent