Viðskipti erlent

Hrunið heldur áfram í Japan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur fallið um ellefu prósent í vikunni.
Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur fallið um ellefu prósent í vikunni. Fréttablaðið/Getty
Nikkei 225 vísitalan í Japan féll um 4,85 prósent í dag, í kjölfar hlutabréfahruns í Evrópu í gær og sterkara gengi yensins.

Hlutabréf í Japan hafa hrunið í vikunni og mældist Nikkei vísitalan 14.952,61 stig og hefur ekki verið lægri síðan í október 2014. Vísitalan hefur fallið um ellefu prósent í vikunni, þar spilar þriðjudagurinn mest inn.

Gengi yens gagnvart dollaranum hefur ekki verið sterkara í fimmtán mánuði. Þetta hefur gríðarlega neikvæð áhrif á útflutning í landinu. Hlutabréf í Toyota lækkuðu um sjö prósent í dag, hlutabréf Honda um 5,5 prósent og í Nissan um 5,8 prósent.


Tengdar fréttir

Hlutabréfahrun í Japan

Nikkei 225 vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi í þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×