Á ljósgeisla milli stjarnanna 17. apríl 2016 13:00 Sólarseglið er ekki ný hugmynd en vafalaust sú vænlegasta þegar ferðir milli stjarnanna eru annars vegar. Mynd/NASA Alfa Centauri er nálægasta stjörnukerfið við sólkerfið okkar. Kerfið, sem í raun er þrístirni, birtist okkur sem björt, silfruð stjarna á suðurhimni. Venjuleg stjarna í glitrandi hafsjó himintunglanna. Þrátt fyrir það er Alfa Centauri stjörnukerfi sem allir ættu að þekkja, enda er öllum hollt að þekkja nágranna sína. Alfa Centauri er kerfi þriggja stjarna. Tvær þeirra, Alfa Centauri A og B, eru áþekkar sólinni okkar. Síðustu milljarða ára hafa þær verið fastar í langdregnum valsi, hringsólandi hvor aðra á meðan þriðja stjarna, rauð dvergstjarna að nafni Proxima Centauri, fylgist með álengdar eins og þolinmóður biðill. Um Alfa Centauri B hringsólar síðan lítil reikistjarna. Hún fannst í október árið 2012 og var nefnd í höfuðið á móður sinni, Alfa Centauri Bb. Reikistjarnan er á stærð við Jörðina en mun massameiri. Hún snýst um fylgistjörnu sína í aðeins 6 milljón kílómetra fjarlægð. Þrífist líf á Alfa Centauri Bb er það af öðrum toga en við þekkjum hér á Jörðinni enda er yfirborðshiti plánetunnar um 1.227°C.Áratuga ferðalag fyrir skyndimynd Afdrep þessarar framandi fjölskyldu er í aðeins 4,3 ljósára fjarlægð frá Jörðinni, sem í alheims-samhenginu er eins og húsið hinum megin við götuna. Fari allt að óskum mun óvæntur gestur skjóta upp kollinum í bakgarði Alfa Centauri árið 2056. Urmull smárra geimfara, á stærð við snjallsíma, mun þá ná á leiðarenda eftir 20 ára ferðalag frá Jörðinni. Þessi undarlegi skari geimfara hefur aðeins einn dag til taka ljósmyndir, mæla segulsvið og jafnvel gera litrófsgreiningar. Eftir nokkrar klukkustundir tæmast rafhlöðurnar, vonandi eftir að upplýsingunum hefur verið komið á braut aftur til Jarðar. Innan nokkurra ára, eða snemma á sjöunda áratug þessarar aldar, munum við loks sjá nágranna okkar í návígi í fyrsta skipti. Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking og rússneski auðkýfingurinn Yuri Milner eiga heiðurinn af þessari metnaðarfullu hugmynd, ásamt breiðum hópi áhugamanna úr vísindasamfélaginu og Kísildalnum í Bandaríkjunum, þar á meðal Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hawking og Milner kynntu hugmyndir sínar í vikunni en þar upplýsti sá síðarnefndi að hann mun verja tæplega 12,5 milljörðum króna í verkefnið.Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking ásamt Yuri Milner.Milli stjarnanna á sólarsegli Það tekur venjulega geimskutlu um 165 þúsund ár að fara til Alfa Centauri á rúmlega 28 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Hugmynd Hawking og Milners byggir á sólarseglinu, framandi hugmynd sem hefur verið kölluð framtíð geimferða. Um það bil tveimur mínútum eftir að móðurskipinu er skotið á loft munu þúsund minni geimför breiða út segl sín og gríðarlega öflugir leysigeislar á Jörðu niðri munu skjóta könnunarförunum í átt að Alfa Centauri. Samkvæmt vísindamönnunum mun hraðaaukningin nema 30 þúsund G. Geimförin munu æða í áttina að stjörnukerfinu á 20% hraða ljóss eða svo. „Það er falleg samhverfa í þessu verkefni og snotur fagurfræði,“ sagði Milner á blaðamannafundi í vikunni. „Því við erum fyrst og fremst að nota ljós. Fyrst af öllu söfnum við saman ljósi á Jörðinni til að knýja leysigeislann, sem sjálfur er ljós. Við tökum ljóseindir og sendum þær með skipulögðum hætti til að ýta geimförunum. Geimförin sjálf nota ljóseindir til að sigla og þegar þau koma á staðinn taka þau ljósmyndir, sem aftur er ljós, og senda til baka með annari tegund ljóss, leysigeislanum. Allt hverfist þetta um ljós.“KickSAT er örtölva sem þolir gríðarlega hraðaaukningu og gæti orðið fyrsti sendiherra mannkyns til Alfa Centauri.Eðli mannsins að fljúga Verkefnið er enn á fræðilegu stigi. Í bjartsýni sinni áætla Milner og Hawking að það taki tvo áratugi að undirbúa verkefnið og önnur tuttugu ár að fara til Alfa Centauri. Á blaðamannafundinum sagði Hawking að verkefnið væri nauðsynlegur liður í leitinni að lífi í alheiminum. Um leið sagði Hawking að það væri eðli mannsins að yfirstíga takmörk. „Þyngdaraflið heldur okkur niðurnegldum við jörðina, en ég flaug hingað til Bandaríkjanna. Ég missti röddina, en ég get talað með hjálp tölvunnar minnar. Hvernig hefjum við okkur yfir takmörk okkar? Það gerum við með hug okkar og vélum. Takmarkið sem við horfumst í augu við núna er hin mikla víðátta milli stjarnanna. Við yfirstígum þetta tóm með ljósinu, með seglum og léttustu geimförum sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð. Kynslóðin sem nú er uppi getur siglt af stað til Alfa Centauri. Í dag einsetjum við okkur að taka næsta stóra skrefið inn í alheiminn. Vegna þess að við erum mennsk, og það er í eðli mannsins að fljúga og fara með himinskautum.“ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Alfa Centauri er nálægasta stjörnukerfið við sólkerfið okkar. Kerfið, sem í raun er þrístirni, birtist okkur sem björt, silfruð stjarna á suðurhimni. Venjuleg stjarna í glitrandi hafsjó himintunglanna. Þrátt fyrir það er Alfa Centauri stjörnukerfi sem allir ættu að þekkja, enda er öllum hollt að þekkja nágranna sína. Alfa Centauri er kerfi þriggja stjarna. Tvær þeirra, Alfa Centauri A og B, eru áþekkar sólinni okkar. Síðustu milljarða ára hafa þær verið fastar í langdregnum valsi, hringsólandi hvor aðra á meðan þriðja stjarna, rauð dvergstjarna að nafni Proxima Centauri, fylgist með álengdar eins og þolinmóður biðill. Um Alfa Centauri B hringsólar síðan lítil reikistjarna. Hún fannst í október árið 2012 og var nefnd í höfuðið á móður sinni, Alfa Centauri Bb. Reikistjarnan er á stærð við Jörðina en mun massameiri. Hún snýst um fylgistjörnu sína í aðeins 6 milljón kílómetra fjarlægð. Þrífist líf á Alfa Centauri Bb er það af öðrum toga en við þekkjum hér á Jörðinni enda er yfirborðshiti plánetunnar um 1.227°C.Áratuga ferðalag fyrir skyndimynd Afdrep þessarar framandi fjölskyldu er í aðeins 4,3 ljósára fjarlægð frá Jörðinni, sem í alheims-samhenginu er eins og húsið hinum megin við götuna. Fari allt að óskum mun óvæntur gestur skjóta upp kollinum í bakgarði Alfa Centauri árið 2056. Urmull smárra geimfara, á stærð við snjallsíma, mun þá ná á leiðarenda eftir 20 ára ferðalag frá Jörðinni. Þessi undarlegi skari geimfara hefur aðeins einn dag til taka ljósmyndir, mæla segulsvið og jafnvel gera litrófsgreiningar. Eftir nokkrar klukkustundir tæmast rafhlöðurnar, vonandi eftir að upplýsingunum hefur verið komið á braut aftur til Jarðar. Innan nokkurra ára, eða snemma á sjöunda áratug þessarar aldar, munum við loks sjá nágranna okkar í návígi í fyrsta skipti. Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking og rússneski auðkýfingurinn Yuri Milner eiga heiðurinn af þessari metnaðarfullu hugmynd, ásamt breiðum hópi áhugamanna úr vísindasamfélaginu og Kísildalnum í Bandaríkjunum, þar á meðal Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hawking og Milner kynntu hugmyndir sínar í vikunni en þar upplýsti sá síðarnefndi að hann mun verja tæplega 12,5 milljörðum króna í verkefnið.Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking ásamt Yuri Milner.Milli stjarnanna á sólarsegli Það tekur venjulega geimskutlu um 165 þúsund ár að fara til Alfa Centauri á rúmlega 28 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Hugmynd Hawking og Milners byggir á sólarseglinu, framandi hugmynd sem hefur verið kölluð framtíð geimferða. Um það bil tveimur mínútum eftir að móðurskipinu er skotið á loft munu þúsund minni geimför breiða út segl sín og gríðarlega öflugir leysigeislar á Jörðu niðri munu skjóta könnunarförunum í átt að Alfa Centauri. Samkvæmt vísindamönnunum mun hraðaaukningin nema 30 þúsund G. Geimförin munu æða í áttina að stjörnukerfinu á 20% hraða ljóss eða svo. „Það er falleg samhverfa í þessu verkefni og snotur fagurfræði,“ sagði Milner á blaðamannafundi í vikunni. „Því við erum fyrst og fremst að nota ljós. Fyrst af öllu söfnum við saman ljósi á Jörðinni til að knýja leysigeislann, sem sjálfur er ljós. Við tökum ljóseindir og sendum þær með skipulögðum hætti til að ýta geimförunum. Geimförin sjálf nota ljóseindir til að sigla og þegar þau koma á staðinn taka þau ljósmyndir, sem aftur er ljós, og senda til baka með annari tegund ljóss, leysigeislanum. Allt hverfist þetta um ljós.“KickSAT er örtölva sem þolir gríðarlega hraðaaukningu og gæti orðið fyrsti sendiherra mannkyns til Alfa Centauri.Eðli mannsins að fljúga Verkefnið er enn á fræðilegu stigi. Í bjartsýni sinni áætla Milner og Hawking að það taki tvo áratugi að undirbúa verkefnið og önnur tuttugu ár að fara til Alfa Centauri. Á blaðamannafundinum sagði Hawking að verkefnið væri nauðsynlegur liður í leitinni að lífi í alheiminum. Um leið sagði Hawking að það væri eðli mannsins að yfirstíga takmörk. „Þyngdaraflið heldur okkur niðurnegldum við jörðina, en ég flaug hingað til Bandaríkjanna. Ég missti röddina, en ég get talað með hjálp tölvunnar minnar. Hvernig hefjum við okkur yfir takmörk okkar? Það gerum við með hug okkar og vélum. Takmarkið sem við horfumst í augu við núna er hin mikla víðátta milli stjarnanna. Við yfirstígum þetta tóm með ljósinu, með seglum og léttustu geimförum sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð. Kynslóðin sem nú er uppi getur siglt af stað til Alfa Centauri. Í dag einsetjum við okkur að taka næsta stóra skrefið inn í alheiminn. Vegna þess að við erum mennsk, og það er í eðli mannsins að fljúga og fara með himinskautum.“
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira