Skoðun

Hlustað á norðurljósin

Þórður Bjarnason skrifar
Íslenska sprotafyrirtækið Elf Tech hefur þróað vöruna Aurorafy sem gerir notandanum kleift að hlusta á norðurljósin. Vinsældir norðurljósaferða hafa aldrei verið meiri og í nýrri skýrslu Ferðamálastofu eru norðurljósin tilgreind sem minnisstæðasta upplifun ferðamanna yfir vetrartímann á Íslandi. Aurora­fy auðgar upplifunina af norðurljósunum og skapar þannig enn ógleymanlegri upplifun með því að tvinna saman ljósadýrðina á himninum og heillandi hljóðheim.

Móttökubúnaður sem festur er á ökutæki sendir þráðlaust hljóðmerki í heyrnartól og heyrist það í rauntíma. „Við nemum ljós á annarri bylgjulengd en þeirri sýnilegu og ummyndum það beint í hljóð, án þess að eiga frekar við merkið,“ útskýrir Kristján Klausen tæknistjóri og annar tveggja stofnenda Elf Tech. Kristján er meistaranemi í eðlis­fræði með grunn í jarðeðlisfræði og hefur starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum og Veðurstofu Íslands samhliða námi. Framkvæmdastjóri Elf Tech og stjúpbróðir Kristjáns er Þórður Bjarnason sem á langan feril að baki í ferðaþjónustu og rekstri.

Elf Tech er eitt af sjö fyrirtækjum sem valin voru til þátttöku í viðskiptahraðlinum Start­up Energy Reykjavík 2016. „Við höfum fengið mikinn meðbyr og góða leiðsögn ásamt því að kynnast frábæru fólki með þátttöku okkar í Startup Energy Reykjavík,“ segir Þórður.

Áætlað er að um milljón ferðamenn komi til Íslands yfir norðurljósatímabilið í ár og að rúmur þriðjungur þeirra greiði fyrir norðurljósaferð. Norðurljósin eða aurora borealis eru sýnileg í grennd við heimskautsbauginn í löndum á borð við Noreg, Svíþjóð, Finnland og Kanada. Ljósin eru einnig sýnileg á suðurhveli jarðar en bera þá nafnið aurora australis og sjást í Suður-Ástralíu og löndum á borð við Nýja-Sjáland, Chile og Argentínu.

Aurorafy kemur á markað haustið 2017 sem viðbót við skipulagðar norðurljósaferðir á jeppum eða rútum. Kristján og Þórður sjá jafnframt fyrir sér að varan Aurorafy geti auðgað norðurljósaupplifun ferðamanna sem ferðast á eigin vegum um Ísland og leigja bíla, gista á hótelum eða jafnvel með heimsóknum í baðlaugar með því að nota vatnsheld heyrnartól.

Hægt er að hlusta á tóndæmi og fylgjast með framvindu Aurorafy á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/AurorafyIceland.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í gegnum www.aurorafy.is.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×