Styrking krónu ógnar langtímahagsmunum Hafliði Helgason skrifar 7. desember 2016 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur áhyggjur af því að hröð styrking krónunnar skemmi tækifæri til uppbyggingar til lengri tíma í greinum sem skapa hálaunastörf. Vísir/Anton Brink Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af því að styrking krónunnar valdi því að þekkingarfyrirtæki sem skapa hálaunastörf til lengri tíma flytjist úr landi. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir þessa þróun varasama fyrir hag þjóðarbúsins til lengri tíma. „Þær greinar sem geta síst brugðist við hraðri styrkingu eru fyrstar til að leita annarra leiða. Það er því hætta á því að ef verið er að búa til nýtt starf eða setja upp nýja þróunareiningu verði það gert erlendis.“ Almar segir þetta eiga við um greinar sem byggja á þekkingu og menntun og borga hærri laun. „Þetta geta verið fyrirtæki á sviði lækningatækja, hugbúnaðarfyrirtæki og verkfræðistofur. Þetta er miklu fjölbreyttari flóra fyrirtækja en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“ Hann segir þetta greinar sem byggi á mannauði og þekkingu og séu mikilvægar í bland við fyrirtæki sem séu með aðra samsetningu vinnuafls. „Við þurfum hvort tveggja og nú erum við á skeiði þar sem er hætta á að við töpum ávinningi af tæplega áratugar uppbyggingu í slíkum iðnaði úr landinu,“ segir Almar. Almar segir að í ljósi þessarar styrkingar sé áhugvert að sjá að íslenskir langtímafjárfestar haldi að sér höndum með erlendar fjárfestingar. „Það hafa myndast góð skilyrði fyrir þá sem þurfa að dreifa áhættu sinni erlendis, en þau tækifæri hafa ekki verið nægjanlega nýtt. Það finnst okkur miður, því það myndi styðja við það að við höfum hér farsælla umhverfi til langtímauppbyggingar margs konar útflutningsgreina sem við þurfum til lengri tíma horft. Ferðaþjónustan hefur að undanförnu skapað vaxandi gjaldeyristekjur og staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur aldrei verið sterkari. Almar segir að við þessar aðstæður þurfi að grípa til einhverra aðgerða. „Við fögnum því auðvitað að ferðaþjónusta byggist upp sem sterk atvinnugrein. Ef krónan heldur áfram að styrkjast eins og verið hefur, þá er það alvarlegt mál.“ Hann bendir á að ástæður séu til að hafa áhyggjur af því að of hröð styrking muni á endanum bitna á ferðaþjónustunni sjálfri. Hann leggur áherslu á þrennt sem þurfi að nýta nú til að vinna á móti þróuninni. „Við teljum að Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og minnka vaxtamun milli okkar og annarra. Bankinn þarf einnig að vera virkur á markaði og kaupa gjaldeyri til að viðhalda jafnvægi. Í þriðja lagi þurfa lífeyrissjóðir að nýta þessa sterku stöðu til að nýta þær heimildir sem þeir hafa til erlendra fjárfestinga.“ Hann bætir því við að honum finnist vel koma til greina við þessar kringumstæður að sjóðunum sé sett gólf fremur en þak eins og verið hefur. „Það þarf að myndast útflæði á móti innflæðinu.“ Almar segir að afnám hafta við þessar kringumstæður sé skynsamlegt með þeim fyrirvara að varúðar sé gætt varðandi innstreymi vegna vaxtamunar. „Staðan núna er sú að það virðist vera óhætt að stíga stærri skref.“ Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af því að styrking krónunnar valdi því að þekkingarfyrirtæki sem skapa hálaunastörf til lengri tíma flytjist úr landi. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir þessa þróun varasama fyrir hag þjóðarbúsins til lengri tíma. „Þær greinar sem geta síst brugðist við hraðri styrkingu eru fyrstar til að leita annarra leiða. Það er því hætta á því að ef verið er að búa til nýtt starf eða setja upp nýja þróunareiningu verði það gert erlendis.“ Almar segir þetta eiga við um greinar sem byggja á þekkingu og menntun og borga hærri laun. „Þetta geta verið fyrirtæki á sviði lækningatækja, hugbúnaðarfyrirtæki og verkfræðistofur. Þetta er miklu fjölbreyttari flóra fyrirtækja en fólk gerir sér almennt grein fyrir.“ Hann segir þetta greinar sem byggi á mannauði og þekkingu og séu mikilvægar í bland við fyrirtæki sem séu með aðra samsetningu vinnuafls. „Við þurfum hvort tveggja og nú erum við á skeiði þar sem er hætta á að við töpum ávinningi af tæplega áratugar uppbyggingu í slíkum iðnaði úr landinu,“ segir Almar. Almar segir að í ljósi þessarar styrkingar sé áhugvert að sjá að íslenskir langtímafjárfestar haldi að sér höndum með erlendar fjárfestingar. „Það hafa myndast góð skilyrði fyrir þá sem þurfa að dreifa áhættu sinni erlendis, en þau tækifæri hafa ekki verið nægjanlega nýtt. Það finnst okkur miður, því það myndi styðja við það að við höfum hér farsælla umhverfi til langtímauppbyggingar margs konar útflutningsgreina sem við þurfum til lengri tíma horft. Ferðaþjónustan hefur að undanförnu skapað vaxandi gjaldeyristekjur og staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur aldrei verið sterkari. Almar segir að við þessar aðstæður þurfi að grípa til einhverra aðgerða. „Við fögnum því auðvitað að ferðaþjónusta byggist upp sem sterk atvinnugrein. Ef krónan heldur áfram að styrkjast eins og verið hefur, þá er það alvarlegt mál.“ Hann bendir á að ástæður séu til að hafa áhyggjur af því að of hröð styrking muni á endanum bitna á ferðaþjónustunni sjálfri. Hann leggur áherslu á þrennt sem þurfi að nýta nú til að vinna á móti þróuninni. „Við teljum að Seðlabankinn þurfi að lækka vexti og minnka vaxtamun milli okkar og annarra. Bankinn þarf einnig að vera virkur á markaði og kaupa gjaldeyri til að viðhalda jafnvægi. Í þriðja lagi þurfa lífeyrissjóðir að nýta þessa sterku stöðu til að nýta þær heimildir sem þeir hafa til erlendra fjárfestinga.“ Hann bætir því við að honum finnist vel koma til greina við þessar kringumstæður að sjóðunum sé sett gólf fremur en þak eins og verið hefur. „Það þarf að myndast útflæði á móti innflæðinu.“ Almar segir að afnám hafta við þessar kringumstæður sé skynsamlegt með þeim fyrirvara að varúðar sé gætt varðandi innstreymi vegna vaxtamunar. „Staðan núna er sú að það virðist vera óhætt að stíga stærri skref.“
Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent