Boltinn er hjá bankaráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 14:10 Fulltrúar Bankasýslu ríkisins sóttu fund fjárlaganefndar í morgun. Fréttablaðið/Stefán Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bankasýsla ríkisins telur að sölumeðferð Landsbankans hlut sínum í Borgun hafi varpað verulegum skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd bankans og stjórnenda hans hafi beðið hnekki. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýsla ríksins sendi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í morgun.Þá sendi Bankasýslan bréf til bankaráðs Landsbankans á föstudaginn þar sem fram kemur að Bankasýsla ríkisins telji að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun sína um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. Bankasýslan segir að margt hafi verið ábótavant í samningagerð Landsbankans í söluferlinu og gagnrýnivert að eini viðsemjandinn hafi verið hópur fjárfesta sem innihélt meðal annars stjórnendur Borgunar. Bankasýslan fer fram á að hluthöfum í Landsbankanum verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti bankaráðið telur rétt að bregðast við. það verði gert ekki síður en tveimur vikum fyrir aðalfund sem fram fer þann 14. apríl en í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Bankaráð bankans muni svara Bankasýslunni innan þessa frests og svarið birt opinberlega.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmÞá er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni á allra næstu dögum.Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mættu fyrir fund Fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að greina frá afstöðu sinni í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar segir boltan vera hjá bankaráðinu. Hann er sannfærður um að málið undirstriki nauðsyn þess að selja eignir af þessum toga í opnu ferli. „Bankasýslan telur að svör bankans varðandi söluna á Borgun séu algerlega ófullnægjandi,“ segir Guðlaugur. „Þetta snýr að Borgun en síðan á eftir að fara í gegn um tölu á öðrum eignarhlutum. Einnig eru menn að skoða það að kalla eftir sambærilegum upplýsingum frá öðrum bönkum.“Í hverskonar stöðu telur þú þetta setja bankaráð Landsbankans? „Boltinn er hjá þeim. Þetta bréf frá Bankasýslunni er mjög ákveðið en mér finnst það mjög rökrétt,“ segir hann. „Ég hef verið sannfærður fram til þessa og ekki minnkar sannfæring mín því sem fram líður á að það á að selja allar eignir í opnu söluferli nema að það séu einhverjar mjög sérstakar ástæður eða aðstæður, helst bara í neyð.“ Guðlaugur segir málið þó vera stærra en bara vandamál Landsbankans. „Þetta mál er mjög stórt, ekki bara það sem snýr að þessu fyrirtæki. Heldur snýr þetta að því að endurheimta traust á þessum markaði. Ríkið situr uppi með margar eignir sem það þarf að selja en það er ekki hægt að gera það nema að almenningur getur verið viss um það að það sé opið og gagnsætt söluferli og hlutlægar reglur sem að gildi,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira