Hver heyrir þegar Björk grætur? Orri Vigfússon skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Björk Guðmundsdóttir er án efa áhrifamesti Íslendingur samtíðarinnar. Hún grætur skilningsleysi stjórnmálamanna á Íslandi. Hún undrast áhugaleysi þeirra á náttúruvernd og umhverfismálum. Málsmetandi áhrifamenn úti um allan heim hlusta á það sem hún hefur fram að færa. Umhverfisvernd er grunnurinn að veigamestu atvinnuvegum þjóðarinnar, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Björk bendir á að þessi málaflokkur hafi alveg gleymst í nýliðinni kosningabaráttu. Fæstir leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafi áhuga á umhverfismálum. Það er merkilegt því að nú, eftir kosningar, virðast umhverfismál einmitt geta sameinað talsmenn allra flokka ef marka má umræðu þeirra um fjölbreytni og breiða samstöðu. Fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig sviðna jörð í náttúruvernd þrátt fyrir að hafa lýst einkunnarorðum sínum strax í maí 2013, í upphafi síns ferils, og sagst ætla að vera í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu. Þá, eins og í aðdraganda bankahrunsins 2008, var það Framsóknarflokkurinn sem hafði sig mest í frammi. Þrátt fyrir þessa eindregnu yfirlýsingu hafa lausnir á umhverfisvandamálum víða um land ekki komist í raunhæfan farveg og undirstofnanir eins og Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Matvælastofnun hafa deilt út starfs- og rekstrarleyfum til aflandsfélaga í fiskeldi í trássi við lög og reglugerðir. Svo virðist sem starfsfólk þessara stofnana hafi aldrei kynnt sér náttúruverndarlög og reglugerðir sem það á að starfa eftir.Hunsaði eðlileg tilmæli Neðri hluti Þjórsár er í stórhættu eftir að verkefnastjórn rammaáætlunar mælir með óvissu í stað varúðar. Það þurfti að hafa uppi hótanir gagnvart stjórnvöldum til að bjarga fiskstofnum í Landbroti og Meðallandi frá tortímingu vegna vatnsleysis af mannavöldum. Engin raunhæf aðgerðaráætlun er komin í gang til að bæta vistkerfi Laxár og Mývatns. Aðeins hafa verið gerðar ófullburða kannanir. Margsinnis hefur þurft að afturkalla leyfisveitingar opinberra stofnana vegna þess að reglur um umhverfismál hafa verið brotnar – líkt og reglurnar hafi verið settar fyrir einhverja allt aðra en þau stjórnvöld sem eiga að fara eftir þeim. Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér úrskurð 4. maí sl. (http://www.eftasurv.int/media/esa-docs/physical/792444.pdf) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð til þess að veita almenningi og einstökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfisárásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Nýlega tróð umhverfisráðherra upp á hinu háa Alþingi og kvaðst hafa þungar áhyggjur af fiskstofnum í Þjórsá og sagði það mál óleyst en bætti jafnframt við að hún hefði enn meiri áhyggjur af fyrirhuguðu risafiskeldi sem væri ógn við vistkerfi sjávar og strandlengju þar sem því væri ætlaður staður. Nokkrir verndar- og hagsmunaaðilar bentu henni snarlega á hvað henni bæri að gera samkvæmt náttúruverndarlögunum; þ.e. að fela fagaðilum strax að meta áhættuna og verndargildið. Því miður hunsaði ráðherra þessi eðlilegu tilmæli. Nú er lag – og ég hvet alla alþingismenn til að taka undir með Björk og setja náttúruvernd og umhverfismál í öndvegi. Þá á ég við bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem ættu að geta sameinast um að hlíta rökum og beita skynsemi í umhverfismálum. Það gæti verið ágæt byrjun að allir þingmenn sæktu námskeið um umhverfisvernd, bæði um þá löggjöf sem hér gildir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur axlað í þessum málaflokki. Náttúran á ávallt og ævinlega að njóta vafans, áður en leyfi eru veitt til að skemma hana. Hlustum á það sem Björk segir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er án efa áhrifamesti Íslendingur samtíðarinnar. Hún grætur skilningsleysi stjórnmálamanna á Íslandi. Hún undrast áhugaleysi þeirra á náttúruvernd og umhverfismálum. Málsmetandi áhrifamenn úti um allan heim hlusta á það sem hún hefur fram að færa. Umhverfisvernd er grunnurinn að veigamestu atvinnuvegum þjóðarinnar, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Björk bendir á að þessi málaflokkur hafi alveg gleymst í nýliðinni kosningabaráttu. Fæstir leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafi áhuga á umhverfismálum. Það er merkilegt því að nú, eftir kosningar, virðast umhverfismál einmitt geta sameinað talsmenn allra flokka ef marka má umræðu þeirra um fjölbreytni og breiða samstöðu. Fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig sviðna jörð í náttúruvernd þrátt fyrir að hafa lýst einkunnarorðum sínum strax í maí 2013, í upphafi síns ferils, og sagst ætla að vera í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu. Þá, eins og í aðdraganda bankahrunsins 2008, var það Framsóknarflokkurinn sem hafði sig mest í frammi. Þrátt fyrir þessa eindregnu yfirlýsingu hafa lausnir á umhverfisvandamálum víða um land ekki komist í raunhæfan farveg og undirstofnanir eins og Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Matvælastofnun hafa deilt út starfs- og rekstrarleyfum til aflandsfélaga í fiskeldi í trássi við lög og reglugerðir. Svo virðist sem starfsfólk þessara stofnana hafi aldrei kynnt sér náttúruverndarlög og reglugerðir sem það á að starfa eftir.Hunsaði eðlileg tilmæli Neðri hluti Þjórsár er í stórhættu eftir að verkefnastjórn rammaáætlunar mælir með óvissu í stað varúðar. Það þurfti að hafa uppi hótanir gagnvart stjórnvöldum til að bjarga fiskstofnum í Landbroti og Meðallandi frá tortímingu vegna vatnsleysis af mannavöldum. Engin raunhæf aðgerðaráætlun er komin í gang til að bæta vistkerfi Laxár og Mývatns. Aðeins hafa verið gerðar ófullburða kannanir. Margsinnis hefur þurft að afturkalla leyfisveitingar opinberra stofnana vegna þess að reglur um umhverfismál hafa verið brotnar – líkt og reglurnar hafi verið settar fyrir einhverja allt aðra en þau stjórnvöld sem eiga að fara eftir þeim. Eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér úrskurð 4. maí sl. (http://www.eftasurv.int/media/esa-docs/physical/792444.pdf) um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið löguð til þess að veita almenningi og einstökum hagsmunaaðilum vernd til að geta spornað við umhverfisárásum öflugra fyrirtækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Nýlega tróð umhverfisráðherra upp á hinu háa Alþingi og kvaðst hafa þungar áhyggjur af fiskstofnum í Þjórsá og sagði það mál óleyst en bætti jafnframt við að hún hefði enn meiri áhyggjur af fyrirhuguðu risafiskeldi sem væri ógn við vistkerfi sjávar og strandlengju þar sem því væri ætlaður staður. Nokkrir verndar- og hagsmunaaðilar bentu henni snarlega á hvað henni bæri að gera samkvæmt náttúruverndarlögunum; þ.e. að fela fagaðilum strax að meta áhættuna og verndargildið. Því miður hunsaði ráðherra þessi eðlilegu tilmæli. Nú er lag – og ég hvet alla alþingismenn til að taka undir með Björk og setja náttúruvernd og umhverfismál í öndvegi. Þá á ég við bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem ættu að geta sameinast um að hlíta rökum og beita skynsemi í umhverfismálum. Það gæti verið ágæt byrjun að allir þingmenn sæktu námskeið um umhverfisvernd, bæði um þá löggjöf sem hér gildir og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur axlað í þessum málaflokki. Náttúran á ávallt og ævinlega að njóta vafans, áður en leyfi eru veitt til að skemma hana. Hlustum á það sem Björk segir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar