Af hverju að banna búrkur? Björgvin Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athugun skipt um afstöðu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúarbrögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðislegar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, gallabuxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framangreindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi:1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir.2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einnig algengt t.d. eins og í Afganistan og Pakistan. Í slíkum tilfellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns.3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin.4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatnaði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tjáningarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrkum. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athugun skipt um afstöðu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúarbrögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðislegar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, gallabuxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framangreindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi:1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir.2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einnig algengt t.d. eins og í Afganistan og Pakistan. Í slíkum tilfellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns.3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin.4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatnaði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tjáningarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrkum. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar