Af hverju að banna búrkur? Björgvin Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athugun skipt um afstöðu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúarbrögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðislegar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, gallabuxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framangreindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi:1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir.2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einnig algengt t.d. eins og í Afganistan og Pakistan. Í slíkum tilfellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns.3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin.4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatnaði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tjáningarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrkum. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Umræður hafa skapast um hvort banna eigi búrkur (kyrtill sem hylur allan líkama og andlit konunnar) hér á landi. Undirritaður var lengi þeirra skoðunar að ekki ætti að banna búrkur en hefur eftir nánari athugun skipt um afstöðu og telur nauðsynlegt að stjórnvöld setji sem fyrst lög sem banni búrkur og niqab (sem hylur allt nema augun). Áður en lengra er haldið er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hverju konur klæðast slíkum fatnaði á 21. öldinni. Samkvæmt túlkun á trúarbrögðum íslams byggir þessi klæðaburður á því að konur séu skuldbundnar til að hylja líkama og andlit svo þær veki ekki kynferðislegar langanir eða þrár karlmanna. Það er ekki eins og þær hafi val á milli þess að klæðast opinberlega búrku í dag og lopapeysu, gallabuxum og húfu á morgun. Hér er um trúarsetningu að ræða sem ákvarðar stöðu kvenna í samfélaginu. Ástæður þess að banna eigi framangreindan klæðnað með lögum eru m.a. eftirfarandi:1. Dregur úr virkni kvenna til félagslegra athafna og þátttöku á vinnumarkaði. Það segir sig sjálft að í nútíma samfélagi er erfitt fyrir konur að vera virkir samfélagsþegnar og blandast öðrum hópum ef þær klæðast fatnaði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að bera kennsl á þær. Möguleikar þeirra til að sækja sér vinnu og menntun eru líka mjög takmarkaðir.2. Búrka leynir heimilisofbeldi. Í löndum þar sem búrkur eru algengur fatnaður á meðal kvenna er heimilisofbeldi einnig algengt t.d. eins og í Afganistan og Pakistan. Í slíkum tilfellum einangrar búrkan ekki bara konuna heldur leynir líka vitnisburði um sýnilegt ofbeldi, t.d. af hálfu eiginmanns.3. Aðgreining er mismunun. Búrka er yfirlýsing um að konur séu ójafnar körlum sem felur í sér mismunun. Samkvæmt lögum er bannað að mismuna fólki eftir kynþáttum. Það hlýtur að þurfa að gilda líka varðandi kynin.4. Ekki frjálst val. Oftast er að faðir, frændur og bræður skipi ungum konum að klæðast fatnaði sem hylur líkama þeirra og andlit. Til þess að koma í veg fyrir að þær þurfi að búa undir svo ógnandi aðstæðum þarf að frelsa þær frá því. Besta leiðin til þess er að banna búrkur. Ég tel að framangreindar ástæður væru nægilega ríkar til þess að kvenfrelsishreyfingar hérlendis mundu blanda sér í umræðuna og hafa skoðun á. Í umræðunni hafa sumir haldið því fram að bann við búrkum hamli trú- og tjáningarfrelsi. Það er fjarri sanni enda sjaldnast að konurnar séu í aðstöðu til að geta valið sér slíkan klæðnað óþvingað. En hvaða máli skiptir þetta? Konur sem klæðast slíkum fatnaði sjást ekki á Íslandi og til hvers þá að setja lög? Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Það er betra að gera það núna en síðar. Við búum við frjálst flæði vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er mikill þrýstingur um hæli hérlendis frá erlendum hælisleitendum. Ríki bæði innan og utan Evrópu hafa verið og eru að setja bann við búrkum. Í Frakklandi, Belgíu og Sviss er slíkt bann í gildi og hjá egypskum stjórnvöldum liggja fyrir drög að slíku banni. Með því að setja bann við búrkum erum við að senda skilaboð til þeirra, sem hafa hug á því að koma hingað, um að við verjum vestræn gildi, jafnrétti og kvenfrelsi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar