Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia Basket eru úr leik í Evrópubikarnum.
Í kvöld náði Valencia að leggja Baskets Oldenburg, 77-62, en það dugði liðinu ekki til þess að komast áfram í keppninni.
Oldenburg var þegar komið áfram í keppninni og Valencia var jafnt Limoges fyrir kvöldið en undir í innbyrðisbaráttu. Limoges vann sinn leik og Valencia er því úr leik.
Jón Arnór lék rúmar 12 mínútur fyrir Valencia í kvöld. Hann skoraði eitt stig og tók aðeins þrjú skot í leiknum. Hann tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu.
Glæsilegur sigur dugði ekki til hjá Jóni og félögum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
