Hvorki KÚ né Arna ætla að hækka mjólkurverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2016 17:45 Ólafur Magnús Magnússon og Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjórar KÚ og Örnu. Vísir Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir. Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hvorki KÚ né Arna ætla sér að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda þrátt fyrir nýlega ákvörðun verðlagsnefnd búvara um að hækka heildsöluverð á heildsöluverði og mjólkurafurðum. Ólafur Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ gagnrýnir hækkanirnar harðlega á meðan Hálfán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu vonar að þær verði endurskoðaðar. Verðlagsnefnd búvara ákvað nýlega að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum skyldi hækka um 1,7% eða 2,75 krónur vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu-og rekstrarkostnaði. Vilja koma til móts við neytendurÍ frétt BB.is kemur fram að Arna ehf mjólkurframleiðandi ætlar sér ekki að hækka verð á sínum vörum þrátt fyrir hækkanir á mjólkurmarkaði. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu hefur áður tjáð sig um ákvarðanir Verðlagsnefndar en í júlí 2015 þegar nefndin ákvað einnig hækkanir á mjólkurvörum lýsti hann yfir efasemdum um ákvörðunina. Sagði Hálfdán að Arna vilji koma til móts við neytendur og muni því ekki hækka verð.Skorar á Alþingi að rétta hlut minni framleiðendaÓlafur Magnús Magnússon segir að hækkunin sé alvarleg aðför að tilvist og rekstrargrundvelli minni framleiðenda og ljóst að með þessum aðgerðum sé dregið stórlega úr samkeppnishæfni þeirra og í raun brugðið fyrir þá fæti. Þrátt fyrir þessa hækkun hyggst KÚ ekki velta þessum hækkunum yfir á herðar neytenda og munu ekki hækka sínar vörur á nýju ári. Fyrirtækið hyggst leita allra annarra leiða til þess að leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði. Ólafur skorar á nýkjörið Alþingi að rétta hlut minni framleiðenda í mjólkuriðnaðinum og afnema strax allar undanþágur Mjólkursamsölunnar og tengdra aðila frá samkeppnislögum, afnema með öllu opinbera verðlagningu og tryggja minni aðilum aðgang að hráefni á samkeppnishæfum verðum. Hann segir að ekki verði búið lengur við ofríki og yfirgang mjólkuriðnaðarins og ljóst að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar munu með áframhaldandi framgöngu drepa af sér alla keppinauta ef fram fer sem horfir.
Tengdar fréttir Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar Samanlögð hækkun heildsöluverðs er 2,75 krónur á hvern lítra mjólkur. 28. desember 2016 09:40