Viðskipti innlent

Verðlagsnefnd búvara: Heildsöluverð á mjólkinni hækkar

Atli Ísleifsson skrifar
Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr.
Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Vísir/Pjetur
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 1,7 prósent í ársbyrjun, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.

„Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.

Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 2,75 kr. á hvern lítra mjólkur. Verðhækkunin er til komin vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu- og rekstrarkostnaði,“ segir í frétt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×