Viðskipti innlent

Gréta María til Suðvesturs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gréta hefur víðtæka reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun en undanfarin þrjú ár hefur hún starfað hjá Háskólanum í Reykjavík sem verkefna- og viðburðastjóri.
Gréta hefur víðtæka reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun en undanfarin þrjú ár hefur hún starfað hjá Háskólanum í Reykjavík sem verkefna- og viðburðastjóri. Mynd/aðsend
Gréta María Bergsdóttir hefur tekið til starfa sem ráðgjafi og viðburðastjóri hjá Suðvestri ehf. Gréta hefur víðtæka reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun en undanfarin þrjú ár hefur hún starfað hjá Háskólanum í Reykjavík sem verkefna- og viðburðastjóri. Þar áður vann hún hjá Listahátíð í Reykjavík við skipulagningu sex hátíða og einnig hjá RIFF, Reykjavik International Film Festival. Auk þess hefur Gréta m.a. unnið sem sýningastjóri, framleiðandi, leiðbeinandi og aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu, hjá Íslensku óperunni og við Listaháskóla Íslands.

Gréta er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í Advanced Theatre Practice frá Central School of Speech and Drama í London.

Suðvestur er ráðgjafar- og viðburðafyrirtæki sem tók til starfa í september síðastliðnum. Suðvestur var stofnað af Birnu Önnu Björnsdóttur, Láru Björgu Björnsdóttur, Silju Hauksdóttur, og er í eigu þeirra.

 


Tengdar fréttir

Stofna fyrirtækið Suðvestur

Þær Birna Anna Björnsdóttir, Lára Björg Björnsdóttir og Silja Hauksdóttir hafa stofnað fyrirtækið Suðvestur ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×