Að útiloka samstarf við hinn og þennan Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar