Að útiloka samstarf við hinn og þennan Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna þingkosninganna lýstu leiðtogar nokkurra stjórnmálaflokka því yfir að þeir „útilokuðu samstarf“ við aðra nánar tilgreinda flokka. Í þessu fólst að þeir myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með viðkomandi. Þannig útilokaði formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, samstarf við núverandi ríkisstjórnarflokka í sameiningu (þótt hann útilokaði ekki samstarf við annan hvorn þeirra). Birgitta Jónsdóttir, umboðsmaður Pírata, útilokaði samstarf við báða stjórnarflokkana, hvort sem var saman eða hvorn í sínu lagi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, svo gott sem útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Bjarni Benediktsson, formaður þess síðastnefnda, við Pírata og svo mætti halda áfram. Fréttamenn og stjórnmálafræðingar sátu svo sveittir við að greina möguleika á stjórnarmyndun í allri flækjunni. Að endingu stendur og fellur stjórnskipun ríkja með þátttöku borgaranna og handhafa opinbers valds í gangverki hennar. Eða hvað gerist t.d. ef enginn kýs í lýðræðislegum kosningum? Eða ef enginn býður sig fram til þings? Eða ef Hæstiréttur Íslands neitar einfaldlega að dæma í málum sem réttilega eru fyrir hann lögð? Einfalda og stutta svarið við þeirri spurningu er að þá brestur stjórnskipulag okkar. Stjórnskipun Íslands, einkum kosningakerfið, leiðir til þess að ríkisstjórn á hverjum tíma þarf að njóta stuðnings ólíkra stjórnmálaflokka. Þessu er öðruvísi farið í ýmsum öðrum þekktum stjórnskipunum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem einn flokkur fær jafnan stjórnartaumana í sínar hendur. Þetta þýðir að fulltrúar ólíkra flokka á Alþingi þurfa í kjölfar kosninga að axla þá ábyrgð að finna samstarfsfleti með öðrum flokkum, gera málamiðlanir og stuðla saman að pólitískum stöðugleika. Engu skiptir hversu hart hefur verið tekist á í fortíðinni. Með þessu er ekki sagt að kosningabaráttan sé eintómt leikrit og blekking. Öðru nær. Samningsstaða flokka og möguleikar þeirra á að knýja fram baráttumál sín er auðvitað í samræmi við úrslit kosninganna. Stjórnmálaleiðtogar ættu því að mínu mati almennt ekki að útiloka fyrirfram samvinnu við aðra stjórnmálaflokka, án tillits til kosningaúrslita, nema í algerum undantekningartilfellum. Vel má fallast á að samstarf sé fyrirfram útilokað við fasíska eða kommúníska flokka, enda er slíkum flokkum beinlínis beint gegn því opna, lýðræðislega þjóðskipulagi sem við búum við. Og auðvitað er eðlilegt að menn reyni fyrst að mynda stjórn með þeim sem næst standa málefnalega. Það er hins vegar einfaldlega ekki í anda stjórnskipunar okkar að slá um sig með yfirlýsingum um að ekki komi til greina að vinna með þessum og hinum lýðræðislegum stjórnmálasamtökum, sem þó eru kjörin til áhrifa af almenningi. Ef staðið er við slíkar yfirlýsingar aukast enda líkurnar á því að stjórnskipun okkar sigli í strand. Og ef ekki er staðið við þær er grafið undan tiltrú almennings á þeim sem yfirlýsinguna gaf. Það er því væntanlega farsælast fyrir alla, þ. á m. stjórnmálamennina sjálfa, að stíga varlega til jarðar og standa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar