Rétturinn til sjálfstæðs lífs Gísli Björnsson skrifar 4. október 2016 07:00 Ég heiti Gísli og ég er 30 ára karlmaður með þroskahömlun. Ég er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hef sérhæft mig í 19. grein samningsins sem fjallar um réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi. Við sendiherrarnir höfum undanfarin ár ferðast um allt land til að kynna samninginn og hef ég séð um að kynna 19. greinina. Þá segi ég frá því sem stendur í samningnum og miðla af eigin reynslu hvernig ég lifi sjálfstæðu lífi með hjálp notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Án NPA gæti ég ekki lifað sjálfstæðu lífi og hefði ekki getað tekið þátt í þeim verkefnum sem ég hef unnið síðustu ár. Ég var varaformaður NPA miðstöðvarinnar. Ég spila á orgel í sunnudagaskóla Laugarneskirkju í hverri viku. Ég lauk starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun vorið 2013. Ég var einn stofnenda kaffihússins GÆS og tók þátt í að reka það í tvö sumur. Ég hef verið sendiherra frá upphafi verkefnisins. Ég var líka atvinnuleitandi í langan tíma og var á þeim tíma í virku samstarfi við Vinnumálastofnun, t.d. með því að fara á stofnanir og kynna verkefnið Virkjum hæfileikana. Nýlega hóf ég störf við Háskóla Íslands sem einn af verkefnisstjórum rannsóknarverkefnisins Jafnrétti fyrir alla! Í því verkefni erum við að rannsaka aðgengi fatlaðra karlmanna að jafnréttismálum. Ég var nýlega kosinn í varastjórn Átaks félags fólks með þroskahömlun, og er virkur í að stunda mín áhugamál og félagslíf.Brotið á mörgum Mannréttindamál og hagsmunabarátta fatlaðs fólks standa mér mjög nærri. Á meðan ég er þakklátur fyrir að vera með NPA og ánægður með að geta lifað sjálfstæðu lífi, þykir mér leitt að það séu aðrir í samfélaginu sem ekki hafa fengið sömu tækifæri til þess og ég. Í störfum mínum sem snúa að því að kynna réttindi fatlaðs fólks fæ ég oft að heyra sögur af erfiðri reynslu fólks. Svo virðist vera að margir fatlaðir Íslendingar lifi við það að verið sé að brjóta á mannréttindum þeirra með reglubundnum hætti í daglegu lífi. Þessi brot verða ekki öll til vegna illmennsku eða vanvirðingar, heldur eru oft framin án vitundar af ólipru kerfi eða illa upplýstu fólki. Það er því mikilvægt að halda áfram að fræða fólk og halda umræðunni um réttindi fatlaðs fólks á lofti. Það er gleðiefni að nú níu árum eftir að Ísland skrifaði undir Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hann loksins verið fullgiltur. Það er skref í rétta átt til þess að mannréttindi fatlaðs fólks séu tryggð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Stjórnarskrá í heljargreipum Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. 4. október 2016 07:00 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Gísli og ég er 30 ára karlmaður með þroskahömlun. Ég er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hef sérhæft mig í 19. grein samningsins sem fjallar um réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi. Við sendiherrarnir höfum undanfarin ár ferðast um allt land til að kynna samninginn og hef ég séð um að kynna 19. greinina. Þá segi ég frá því sem stendur í samningnum og miðla af eigin reynslu hvernig ég lifi sjálfstæðu lífi með hjálp notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Án NPA gæti ég ekki lifað sjálfstæðu lífi og hefði ekki getað tekið þátt í þeim verkefnum sem ég hef unnið síðustu ár. Ég var varaformaður NPA miðstöðvarinnar. Ég spila á orgel í sunnudagaskóla Laugarneskirkju í hverri viku. Ég lauk starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun vorið 2013. Ég var einn stofnenda kaffihússins GÆS og tók þátt í að reka það í tvö sumur. Ég hef verið sendiherra frá upphafi verkefnisins. Ég var líka atvinnuleitandi í langan tíma og var á þeim tíma í virku samstarfi við Vinnumálastofnun, t.d. með því að fara á stofnanir og kynna verkefnið Virkjum hæfileikana. Nýlega hóf ég störf við Háskóla Íslands sem einn af verkefnisstjórum rannsóknarverkefnisins Jafnrétti fyrir alla! Í því verkefni erum við að rannsaka aðgengi fatlaðra karlmanna að jafnréttismálum. Ég var nýlega kosinn í varastjórn Átaks félags fólks með þroskahömlun, og er virkur í að stunda mín áhugamál og félagslíf.Brotið á mörgum Mannréttindamál og hagsmunabarátta fatlaðs fólks standa mér mjög nærri. Á meðan ég er þakklátur fyrir að vera með NPA og ánægður með að geta lifað sjálfstæðu lífi, þykir mér leitt að það séu aðrir í samfélaginu sem ekki hafa fengið sömu tækifæri til þess og ég. Í störfum mínum sem snúa að því að kynna réttindi fatlaðs fólks fæ ég oft að heyra sögur af erfiðri reynslu fólks. Svo virðist vera að margir fatlaðir Íslendingar lifi við það að verið sé að brjóta á mannréttindum þeirra með reglubundnum hætti í daglegu lífi. Þessi brot verða ekki öll til vegna illmennsku eða vanvirðingar, heldur eru oft framin án vitundar af ólipru kerfi eða illa upplýstu fólki. Það er því mikilvægt að halda áfram að fræða fólk og halda umræðunni um réttindi fatlaðs fólks á lofti. Það er gleðiefni að nú níu árum eftir að Ísland skrifaði undir Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hann loksins verið fullgiltur. Það er skref í rétta átt til þess að mannréttindi fatlaðs fólks séu tryggð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stjórnarskrá í heljargreipum Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. 4. október 2016 07:00
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar