Rétturinn til sjálfstæðs lífs Gísli Björnsson skrifar 4. október 2016 07:00 Ég heiti Gísli og ég er 30 ára karlmaður með þroskahömlun. Ég er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hef sérhæft mig í 19. grein samningsins sem fjallar um réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi. Við sendiherrarnir höfum undanfarin ár ferðast um allt land til að kynna samninginn og hef ég séð um að kynna 19. greinina. Þá segi ég frá því sem stendur í samningnum og miðla af eigin reynslu hvernig ég lifi sjálfstæðu lífi með hjálp notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Án NPA gæti ég ekki lifað sjálfstæðu lífi og hefði ekki getað tekið þátt í þeim verkefnum sem ég hef unnið síðustu ár. Ég var varaformaður NPA miðstöðvarinnar. Ég spila á orgel í sunnudagaskóla Laugarneskirkju í hverri viku. Ég lauk starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun vorið 2013. Ég var einn stofnenda kaffihússins GÆS og tók þátt í að reka það í tvö sumur. Ég hef verið sendiherra frá upphafi verkefnisins. Ég var líka atvinnuleitandi í langan tíma og var á þeim tíma í virku samstarfi við Vinnumálastofnun, t.d. með því að fara á stofnanir og kynna verkefnið Virkjum hæfileikana. Nýlega hóf ég störf við Háskóla Íslands sem einn af verkefnisstjórum rannsóknarverkefnisins Jafnrétti fyrir alla! Í því verkefni erum við að rannsaka aðgengi fatlaðra karlmanna að jafnréttismálum. Ég var nýlega kosinn í varastjórn Átaks félags fólks með þroskahömlun, og er virkur í að stunda mín áhugamál og félagslíf.Brotið á mörgum Mannréttindamál og hagsmunabarátta fatlaðs fólks standa mér mjög nærri. Á meðan ég er þakklátur fyrir að vera með NPA og ánægður með að geta lifað sjálfstæðu lífi, þykir mér leitt að það séu aðrir í samfélaginu sem ekki hafa fengið sömu tækifæri til þess og ég. Í störfum mínum sem snúa að því að kynna réttindi fatlaðs fólks fæ ég oft að heyra sögur af erfiðri reynslu fólks. Svo virðist vera að margir fatlaðir Íslendingar lifi við það að verið sé að brjóta á mannréttindum þeirra með reglubundnum hætti í daglegu lífi. Þessi brot verða ekki öll til vegna illmennsku eða vanvirðingar, heldur eru oft framin án vitundar af ólipru kerfi eða illa upplýstu fólki. Það er því mikilvægt að halda áfram að fræða fólk og halda umræðunni um réttindi fatlaðs fólks á lofti. Það er gleðiefni að nú níu árum eftir að Ísland skrifaði undir Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hann loksins verið fullgiltur. Það er skref í rétta átt til þess að mannréttindi fatlaðs fólks séu tryggð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Stjórnarskrá í heljargreipum Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. 4. október 2016 07:00 Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Gísli og ég er 30 ára karlmaður með þroskahömlun. Ég er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hef sérhæft mig í 19. grein samningsins sem fjallar um réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi. Við sendiherrarnir höfum undanfarin ár ferðast um allt land til að kynna samninginn og hef ég séð um að kynna 19. greinina. Þá segi ég frá því sem stendur í samningnum og miðla af eigin reynslu hvernig ég lifi sjálfstæðu lífi með hjálp notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Án NPA gæti ég ekki lifað sjálfstæðu lífi og hefði ekki getað tekið þátt í þeim verkefnum sem ég hef unnið síðustu ár. Ég var varaformaður NPA miðstöðvarinnar. Ég spila á orgel í sunnudagaskóla Laugarneskirkju í hverri viku. Ég lauk starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun vorið 2013. Ég var einn stofnenda kaffihússins GÆS og tók þátt í að reka það í tvö sumur. Ég hef verið sendiherra frá upphafi verkefnisins. Ég var líka atvinnuleitandi í langan tíma og var á þeim tíma í virku samstarfi við Vinnumálastofnun, t.d. með því að fara á stofnanir og kynna verkefnið Virkjum hæfileikana. Nýlega hóf ég störf við Háskóla Íslands sem einn af verkefnisstjórum rannsóknarverkefnisins Jafnrétti fyrir alla! Í því verkefni erum við að rannsaka aðgengi fatlaðra karlmanna að jafnréttismálum. Ég var nýlega kosinn í varastjórn Átaks félags fólks með þroskahömlun, og er virkur í að stunda mín áhugamál og félagslíf.Brotið á mörgum Mannréttindamál og hagsmunabarátta fatlaðs fólks standa mér mjög nærri. Á meðan ég er þakklátur fyrir að vera með NPA og ánægður með að geta lifað sjálfstæðu lífi, þykir mér leitt að það séu aðrir í samfélaginu sem ekki hafa fengið sömu tækifæri til þess og ég. Í störfum mínum sem snúa að því að kynna réttindi fatlaðs fólks fæ ég oft að heyra sögur af erfiðri reynslu fólks. Svo virðist vera að margir fatlaðir Íslendingar lifi við það að verið sé að brjóta á mannréttindum þeirra með reglubundnum hætti í daglegu lífi. Þessi brot verða ekki öll til vegna illmennsku eða vanvirðingar, heldur eru oft framin án vitundar af ólipru kerfi eða illa upplýstu fólki. Það er því mikilvægt að halda áfram að fræða fólk og halda umræðunni um réttindi fatlaðs fólks á lofti. Það er gleðiefni að nú níu árum eftir að Ísland skrifaði undir Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hann loksins verið fullgiltur. Það er skref í rétta átt til þess að mannréttindi fatlaðs fólks séu tryggð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stjórnarskrá í heljargreipum Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. 4. október 2016 07:00
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun