Hvers á fólkið að gjalda? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 4. október 2016 00:00 Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysasleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem löggjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eignaspjöllum. Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykjavík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það möglunarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar milljarða króna í nágrannalöndum. Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þúsund tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega 200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró. Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu. Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður slátrað annars staðar. Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10 þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði til Berufjarðar?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn laxeldisiðjunnar á Íslandi hrósa sér af því að bjarga atvinnulífinu á landsbyggðinni og boða framleiðslu á laxi í opnum sjókvíum allt að 200 þúsund tonnum og þar af 80 þúsund tonn á Austfjörðum. Þar standa að baki útlenskir auðjöfrar á flótta frá löndum þar sem þeim er ekki lengur vært vegna reynslunnar með hrikalegri mengun, slysasleppingum sem rústa villtum laxastofnum og skaða lífríkið. Þeir vilja ólmir koma til Íslands þar sem löggjöf er gatslitin, eftirlit í molum og engin viðurlög í gildi þegar út af bregður né bótakvöð gagnvart eignaspjöllum. Fólkið í dreifðum byggðum hefur ekkert um þetta að segja, ekki einu sinni sveitarstjórnir viðkomandi byggðarlaga. Sérfræðingar við skrifborðin í Reykjavík gefa út leyfin fyrir eldisiðjuna og gera það möglunarlaust. Skipulagsvald sveitarstjórna nær aðeins til netalaga sem miðast við 115 metra frá stórstraumsfjöruborði, en þar fyrir utan helgar eldisiðjan sér umráðasvæði og fær nánast ókeypis, en kostar milljarða króna í nágrannalöndum. Tökum dæmi af Stöðvarfirði. Þar er stefnt á 10 þúsund tonna laxeldi sem er núna í matsferli. Tæplega 200 manns búa þar við þröngan og stuttan, en afar fallegan fjörð sem á að breyta í samfellda laxeldisþró. Heimafólkið fær engu um það ráðið, heldur verður að hlýða skipulagsvaldinu í Reykjavík. Umbera grútinn og mengunina, sem samsvarar skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg, og horfa á eldið rústa lífríkinu. Hér er gull sem glóir, segja eldismenn, atvinna fyrir fólkið og svo fylgir með dægradvöl að veiða stroklaxa á stöng af slímugri ströndinni. En skilar afskaplega lítilli atvinnu á Stöðvarfirði, því öllum laxi þar verður slátrað annars staðar. Einu sinni þótti best að hafa vit fyrir fólki og skammta úr hnefa. Fólkið lærði þá að hlýða. Enn á það að gilda á Íslandi um skipan eldisiðjunnar í dreifðum byggðum. Stjórnmálamenn virðast láta sér í léttu rúmi liggja. En ef stofnað yrði til laxeldis með 10 þúsund tonnum við Viðey í Reykjavík eins og á að gera á Stöðvarfirði og í hverjum einasta firði frá Seyðisfirði til Berufjarðar?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar