Niðurgreitt innanlandsflug – hví ekki? Guðmundur Edgarsson skrifar 6. október 2016 07:00 Knattspyrnuhetjan og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson vill niðurgreiða innanlandsflug svo landsbyggðin fái notið ríkisrekinnar þjónustu í höfuðborginni með sama hætti og þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ívar spyr um réttlæti þess að fólk á suðvesturhorninu geti notið þjónustu stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Hörpu og Landspítalann meðan landsbyggðarfólk þurfi að búa við skertan aðgang vegna fjarlægðar og hárra flugfargjalda. Þetta er réttmæt ábending hjá Ívari og því kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum að tala fyrir niðurgreiddu innanlandsflugi.Niðurgreiðslur á niðurgreiðslur ofan En ein niðurgreiðsla kallar á aðra. Ekki mun líða á löngu þar til aðrir hagsmunahópar muni krefjast niðurgreiðslna sér til handa og munu þá vísa í alls kyns fordæmi, t.d. ríkisstyrkt innanlandsflug. Og eftir því sem fordæmunum fyrir ríkisstyrkjum fjölgar, því erfiðara verður að standa gegn fleiri slíkum. Smám saman mun félagshyggjan verða alltumlykjandi og útþanið ríkisbáknið ganga stöðugt lengra í skattheimtu og miðstýringu.Rjúfa þarf vítahringinn En hvernig á þá að rjúfa þennan vítahring sífellt víðtækari niðurgreiðslna með tilheyrandi skattahækkunum og valdasamþjöppun stjórnmálamanna? Einfaldlega með því að vinda ofan af þeim, einni af annarri, og leyfa markaðnum að þróast í æ virkara samkeppnisumhverfi þar sem sköttum og íþyngjandi reglugerðum er haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi mun frelsi til nýsköpunar og hvatar til hagræðingar leiða til æ ódýrari lausna á sífellt fleiri sviðum. Tekjumunur verður áfram en aðgengi að lífsgæðum jafnari þar sem vörur og þjónusta verða sífellt ódýrari í slíku umhverfi. Kröfur um valdboðnar niðurgreiðslur verða því undantekningin fremur en reglan. Jafnvel í velferðarmálum munu tryggingarfélög á markaði sem og sjálfsprottið framtak einstaklinga og frjálsra félagasamtaka leysa ríkið af hólmi að stórum hluta því í samfélagi sem byggir á viðskiptafrelsi og sívirkri samkeppni verður hagsæld og verðmætasköpun mun meiri en við þekkjum undir pólitísku kerfi þar sem ríkið einokar hvert sviðið á fætur öðru. Því er brýnt að leyfa markaðnum að þróast á heilbrigðum grundvelli í stað þess að skekkja hann með vanhugsuðum niðurgreiðslum æ ofan í æ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuhetjan og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson vill niðurgreiða innanlandsflug svo landsbyggðin fái notið ríkisrekinnar þjónustu í höfuðborginni með sama hætti og þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ívar spyr um réttlæti þess að fólk á suðvesturhorninu geti notið þjónustu stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Hörpu og Landspítalann meðan landsbyggðarfólk þurfi að búa við skertan aðgang vegna fjarlægðar og hárra flugfargjalda. Þetta er réttmæt ábending hjá Ívari og því kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum að tala fyrir niðurgreiddu innanlandsflugi.Niðurgreiðslur á niðurgreiðslur ofan En ein niðurgreiðsla kallar á aðra. Ekki mun líða á löngu þar til aðrir hagsmunahópar muni krefjast niðurgreiðslna sér til handa og munu þá vísa í alls kyns fordæmi, t.d. ríkisstyrkt innanlandsflug. Og eftir því sem fordæmunum fyrir ríkisstyrkjum fjölgar, því erfiðara verður að standa gegn fleiri slíkum. Smám saman mun félagshyggjan verða alltumlykjandi og útþanið ríkisbáknið ganga stöðugt lengra í skattheimtu og miðstýringu.Rjúfa þarf vítahringinn En hvernig á þá að rjúfa þennan vítahring sífellt víðtækari niðurgreiðslna með tilheyrandi skattahækkunum og valdasamþjöppun stjórnmálamanna? Einfaldlega með því að vinda ofan af þeim, einni af annarri, og leyfa markaðnum að þróast í æ virkara samkeppnisumhverfi þar sem sköttum og íþyngjandi reglugerðum er haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi mun frelsi til nýsköpunar og hvatar til hagræðingar leiða til æ ódýrari lausna á sífellt fleiri sviðum. Tekjumunur verður áfram en aðgengi að lífsgæðum jafnari þar sem vörur og þjónusta verða sífellt ódýrari í slíku umhverfi. Kröfur um valdboðnar niðurgreiðslur verða því undantekningin fremur en reglan. Jafnvel í velferðarmálum munu tryggingarfélög á markaði sem og sjálfsprottið framtak einstaklinga og frjálsra félagasamtaka leysa ríkið af hólmi að stórum hluta því í samfélagi sem byggir á viðskiptafrelsi og sívirkri samkeppni verður hagsæld og verðmætasköpun mun meiri en við þekkjum undir pólitísku kerfi þar sem ríkið einokar hvert sviðið á fætur öðru. Því er brýnt að leyfa markaðnum að þróast á heilbrigðum grundvelli í stað þess að skekkja hann með vanhugsuðum niðurgreiðslum æ ofan í æ.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun