Miðstöð fiskeldis verður á Ísafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2016 12:16 Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum, samkvæmt ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Með þessari ákvörðun ráðherrans má segja að mörkuð sé sú stefna að Ísafjörður verði miðstöð fiskeldismála. Ráðuneytið segir að það sé í takti við tillögur nefndar um átak í byggðamálum á Vestfjörðum, sem lögð var fram í ríkisstjórn í lok síðasta mánaðar. Gunnar Bragi Sveinsson hefur jafnframt ákveðið að hafin skuli vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og að rannsóknir, vöktun og eftirlit skuli aukið. Matvælastofnun hefur nýlega ráðið eftirlitsmann á Austfjörðum og á næstu dögum verður auglýst eftir eftirlitsmanni á Vestfjörðum. Auk þess munu tveir sérfræðingar á vegum Hafrannsóknastofnunar verða ráðnir til starfa á Ísafirði til að rannsaka lífríki hvers fjarðar og meta burðarþol þeirra gagnvart fiskeldi. Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu.Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Vísir/Stefán„Fiskeldi er vitanlega mjög spennandi atvinnugrein, um 40% af fiski sem neytt er í heiminum í dag er eldisfiskur og við höfum séð mikinn vöxt bæði í Færeyjum og Noregi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson á vef ráðuneytisins. „Það eru vissulega mikil sóknarfæri í eldi hér á landi – en við megum ekki fara framúr okkur og verðum að gera hlutina bæði vel og rétt. Við höfum tekið upp ströngustu norsku staðla og erum að stórauka bæði rannsóknir og eftirlit. Jafnframt erum við að setja af stað vinnu við heildar stefnumótun í greininni og vona ég að hún muni liggja fyrir næsta vor,“ segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið segir fiskeldi ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Á seinustu árum hafi fiskeldi stóraukist, bæði í sjó og landi hérlendis, og nefnir tegundirnar lax, regnbogasilung, bleikju og senegal flúru. Mikilvægt sé að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og umhverfi. Tengdar fréttir Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. 5. október 2016 20:15 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum, samkvæmt ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Með þessari ákvörðun ráðherrans má segja að mörkuð sé sú stefna að Ísafjörður verði miðstöð fiskeldismála. Ráðuneytið segir að það sé í takti við tillögur nefndar um átak í byggðamálum á Vestfjörðum, sem lögð var fram í ríkisstjórn í lok síðasta mánaðar. Gunnar Bragi Sveinsson hefur jafnframt ákveðið að hafin skuli vinna við heildar stefnumótun fyrir fiskeldi á Íslandi og að rannsóknir, vöktun og eftirlit skuli aukið. Matvælastofnun hefur nýlega ráðið eftirlitsmann á Austfjörðum og á næstu dögum verður auglýst eftir eftirlitsmanni á Vestfjörðum. Auk þess munu tveir sérfræðingar á vegum Hafrannsóknastofnunar verða ráðnir til starfa á Ísafirði til að rannsaka lífríki hvers fjarðar og meta burðarþol þeirra gagnvart fiskeldi. Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu.Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Vísir/Stefán„Fiskeldi er vitanlega mjög spennandi atvinnugrein, um 40% af fiski sem neytt er í heiminum í dag er eldisfiskur og við höfum séð mikinn vöxt bæði í Færeyjum og Noregi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson á vef ráðuneytisins. „Það eru vissulega mikil sóknarfæri í eldi hér á landi – en við megum ekki fara framúr okkur og verðum að gera hlutina bæði vel og rétt. Við höfum tekið upp ströngustu norsku staðla og erum að stórauka bæði rannsóknir og eftirlit. Jafnframt erum við að setja af stað vinnu við heildar stefnumótun í greininni og vona ég að hún muni liggja fyrir næsta vor,“ segir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ráðuneytið segir fiskeldi ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Á seinustu árum hafi fiskeldi stóraukist, bæði í sjó og landi hérlendis, og nefnir tegundirnar lax, regnbogasilung, bleikju og senegal flúru. Mikilvægt sé að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og umhverfi.
Tengdar fréttir Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. 5. október 2016 20:15 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00
Þeir eru að passa peningana sína en ekki í náttúruvernd Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að það sé ekki náttúruvernd heldur fjárhagslegir hagsmunir sem drífi fulltrúa laxveiða áfram í áróðursstríði gegn laxeldi. 5. október 2016 20:15
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21
Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30